Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 18
Dómur Hæstaréttar í kvótamálinu hefur vakið mikla athygli og umræð-
ur. Reynt hefur verið að túlka dóminn á ýmsa vegu en Guðjón A. Krist-
jánsson forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins segir dóminn
ótvíræða staðfestingu á ályktun sambandsins frá árinu 1990
Verður að breyta
kerfinu verulega
„Ég tel að hér sé um mjög
merkilegan dóm að ræða. Ekki
bara vegna þeirrar niðurstöðu
sem dómurinn kemst að um
að ekki sé hægt að neita
mönnum um veiðileyfi heldur
líka vegna þess rökstuðnings
sem kemur fram í dóminum.
Þar kemur fram að virða verði
bæði jafnræðis- og atvinnu-
frelsisregluna að þessu leyti og
sjávarútvegurinn sé ekkert
undanþegin ákvæðum stjórn-
arskrárinnar um að menn skuli
eiga frelsi til atvinnu. Það þurfi
að ganga fyrir öllu öðru og afar
ríkar ástæður þurfi til að tak-
marka atvinnufrelsið," sagði
Guðjón A. Kristjánsson i sam-
tali við Sjómannablaðið Víking
um dóm Hæstaréttar.
„í rökstuðningi dómsins er
vitnað til þess sem gert var
1983 er lögin voru sett og sagt
að það sé hægt að finna því
stað að grípa megi til ákveðinn
aðgerða um skamman tíma til
þess að vernda fiskistofna. En
með sama hætti sé ekki hægt
að viðhalda þeim aðgerðum í
langan tíma. Þótt tímabundnar
aðgerðir af þessu tagi til varnar
hruni fiskistofna kunni að hafa
verið réttlætanlegar, en um
það sé ekki dæmt í málinu,
verði ekki séð að rökbundin
nauðsyn hnigi til þess að lög-
binda um ókomna tíð þá mis-
„Þetta segir mér einf aldlega að tak-
mörkun á þvi að veiða fisk þar sem
stofnar eru ekki í hættu eigi ekki rétt
á sér. Það þurfi að vera afar rík rök til
þess að það megi mismuna mönnum
eins og gert hefur verið í kvótalögun-
um hvað varðar aðgang að sameigin-
legri eign þjóðarinnar og þá aðeins í
skamman tuna. Þarna draga dómar-
arnir eflaust lærdóm af því hvernig
fiskistofnar stækka og minnka og
hvernig allur raunveruleiki er í nátt-
úrufarinu. Það er erfitt að segja fyrir
um mörg ár fram í tímann að astandið
verði svona eða hinsegin.“
munun sem leiðir af þessari
reglu.
Þetta segir mér einfaldlega
að takmörkun á því að veiða
fisk þar sem stofnar eru ekki í
hættu eigi ekki rétt á sér. Það
þurfi að vera afar rík rök til
þess að það megi mismuna
mönnum eins og gert hefur
verið í kvótalögunum hvað
varðar aðgang að sameigin-
legri eign þjóðarinnar og þá
aðeins í skamman tíma. Þarna
draga dómararnir eflaust lær-
dóm af því hvernig fiskistofnar
stækka og minnka og hvernig
allur raunveruleiki er í náttúru-
farinu. Það er erfitt að segja
fyrir um mörg ár fram í tímann
að ástandið verði svona eða
hinsegin," sagði Guðjón.
-Er það þá þitt álit að sam-
kvæmt þessu sé ekki hægt að
banna mönnum að sækja í
fisktegundir sem ekki þarf að
vernda?
„Ég sé ekki betur. Eftir að
hafa lesið dóminn og farið yfir
rökfærsluna fæ ég ekki annað
séð en nákvæmlega sömu rök
eigi við um kvótasetninguna.
Það er ekki hægt að meina
mönnum að hafa veiðileyfi því
ekki ber brýna nauðsyn til að
hafa það form til að vernda
fiskistofnana. Ef fiskistofnar
eru ekki veiddir árum saman
að þeim mörkum sem stjórn-
18
SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR