Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Qupperneq 35
Fékk aldrei þakkir „Eitt árið var pabbi munstraður 351 dag á sjó. Hann mátti ekki við því að missa tekjur með því að taka sér frí þegar siglt var með afl- ann eins og sumir gerðu. Því tók hann sér aldrei frí. Hann var óskaplega duglegur sjó- maður og frægur fyrir það. Þekktur fyrir að bæta á sig verkum nýliðanna sem láu ælandi í koju. Ég get tekið dæmi um hvað ég þekkti hann pabba Iítið. Eitt sinn kom á skrifstofu mína maður sem hafði verið með honum til sjós. Maðurinn fór að segja mér af öllum þeim sjó af Ijóðum sem pabbi hafði kunnað. Ég vissi ekkert um þetta og hafði aldrei heyrt hann fara með nein ljóð. Fyrir skömmu vomm við systkinin að fara í gegnum gömul bréf for- eldra okkar. Mig rak í rogastans að lesa bréfin frá pabba. Ég vissi ekki að hann hefði haft svona mikið vald á rituðu máli. Hann skrifaði hárrétt þótt hann hefði varla lokið barnaskóla. Pabbi ólst upp á Vatnsleysuströnd og gekk í minnsta barnaskóla í heimi. Var munaðarlaus því móðir hans dó úr spönsku veikinni. Pabbi ólst hins vegar upp hjá góðu fólki en fór korn- ungur á sjóinn. Þetta sýndi mér enn einu sinni hvað ég vissi lítið um þennan mann. Ég skal alveg viðurkenna að það er í mér svolítið reiði út af þessu. Útgerðin sem þessir menn unnu hjá áratug eftir áratug af stakri hollustu og samviskusemi sýndi þeim aldrei minnsta virðingarvott. Ég held að faðir minn hafi farið frá Einari Þorgilssyni & Co án þess að nokk- ur þar hafi sagt svo mikið sem þakka þér fyr- ir. Pabbi jaskaði sér út í vinnu því hann hafði mikinn metnað til að vinna fyrir fjölskyldu sinni. Vildi sjá vel fyrir móður minni sem hann tilbað til æviloka. Ég hygg að foreldrar hennar hafi ekki verið alltof ánægð með ráða- haginn. Þau bjuggu þó hjá okkur alla tíð og enginn var þeim betri en pabbi. En ég held að þau hafi óskað henni efnaðara mannsefnis. Svo var þetta þannig að það var rekin versl- un á vegum Einars Þorgilssonar og þar vor- um við í reikningi. Af einhverjum undarleg- um ástæðum var það svo að þegar búið var að gera upp reikninginn í búðinni voru öll laun- in hans pabba yfirleitt búin. Það kom í minn hlut sem elsta barnsins að fara mjög ung að sækja peninga á kontórinn. Viðmótið var æv- inlega eins og ég væri að biðja um peninga að gjöf en ekki að ég væri að sækja laun. Því leyfi ég mér að segja að þetta var ekkert annað en þrælahald. Er nokkur fúrða þótt maður yrði ekki besta vinkona Ihaldsins!“ Fengu sér svolítið brennivín -Svo við víkjum aftur að jólunum. Minnt- ust þið pabba þíns eitthvað sérstaklega þegar jólin gengu í garð? „Ekki man ég til þess. Mig langað hins veg- ar afskaplega mikið til að senda honum jóla- kveðju í útvarpinu. En mamma tímdi því ekki. Því gera kveðjur til sjómanna á hafi úti mig meyra enn þann dag í dag. Ég minnist þess ekki að við höfúm fengið honum gjafir til að fara með í jólatúrinn. I hæsta lagi að við krakkarnir höfum teiknað myndir handa honum eða eitthvað slíkt. Hann hafði gjarnan miklar myndaseríur af okkur krökkunum hjá sér um borð. En tilfinningaböndin við pabba voru ekkert mjög sterk. Svo skal því ekki neitað að óþægilega oft kom það fyrir þegar þessir menn komu örvita af þreytu í land að þeir helltu í sig svolitlu brennivíni. Það var nú ekki akkúrat það sem okkur krökkunum lík- aði. Því varð allt tilfinningasamband kolruglað. Þegar ég var barn fannst mér pabbi vera drykkfelldur og hugsaði ekki út í hversu sjald- an það var í rauninni sem hann drakk. Löngu seinna sögðu gamlir skipsfélagar hans mér að pabbi hefði aldrei bragðað áfengi í erlendri höfn þegar siglt var með aflann. Hann þoldi vín illa og hefúr ekki viljað taka neina áhættu á að lenda í einhverjum vandræðum.11 Sjómannablaðið Víkingur 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.