Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Qupperneq 39
fóru að koma til landsins, enda hefur slysum á togurum ekki fekkað. Einnig hafa verið byggð svokölluð „paragralskip“ en þau eru byggð með tilliti til gildandi lag um fiskveiðistjórnun hverju sinni. Til dæmis hafa verið byggð skip sem áttu að komast í tiltekin hólf og voru því miðuð við ákveðna lengd en það kom ekki í veg fyrir að þau voru búin stórum vélum og öflug- um vindum sem leiðir af sér mikil þrengsli bæði í vinnslu og á togþilfari. Ekki hefur orðið umtalsverð þróun á togbún- aði undanfárandi ár hvað varðar að taka og slaka veiðarfærum. Slys á veðurþilfari eru að lang- mestu tengd því að taka og slaka veiðarfærum og er slysatíðnin hæst við þau störf. A togveiðum eru jafnframt alvarlegustu slysin tengd þessari vinnu. Slys á aðal- og vinnsluþilfari eru flest við aðgerð og fúllvinnslu afla. I lestarrými orsakast slysin oftast af erfiðri vinnuaðstöðu og er mikið um misstig og að menn renni til í hálku eða að ker sporðreisast og viðkomandi fellur við. Eitt prósent slys verða við það að sjómenn falla fyrir borð, en fá dauðaslys eru rakin til þess, en margir þeir sem hafa dáið vegna þess hafa lík- Atburður AnnaA Fcll f> rir ImitA L>fta laka u 'crrta f>rirlauium hlutum HnifttkurAur tm stungur cfllr fitkboln tig t ira llrutu. dctta lega fengið aðsvif og því fallið í sjóinn. Þess má geta að nágrannar okkar, Bretar, Irar og Danir eru mjög uppteknir af þessu vandamáli vegna þess hversu mörg dauðaslys verða á sjómönnum við að þeir hafa fallið útbyrðis. T.d. hafa að meðal- tali 8 manns farist á ári á breskum fiski- skipum síðustu árin. Hrasa og falla eða klemmast, rekast á og verða fyrir lausum hlutum eru algengustu orsakir slysa. Oftast eiga veiðarfæri hlut að máli og jafnframt eru þetta alvarlegustu slysin. Einnig má nefna að off eru aðstæður á togþilfari þannig að mikil þrengsli eru og menn eiga ekki undankomuleið frá laus- um hlutum sem kastast til. Eitt af hættulegustu tilvikum á fiski- skipum er þegar veiðarfæri komi óklár úr sjó og þá þarf að bregða út frá reglubund- inni vinnu við að taka veiðarfærin. Oft er ljóst á framburði manna eftir slys að skips- Axlir9% Handleggir 9 % Hendur 30 % menn eru ekki samstíga í hífingum eða öðru sem þarf að gera þ.e.a.s. að verkstjórn hefúr ekki verið í lagi og að slys er rakið til þess. Meiðsli eft- ir beitt áhöld, stungur af völdum fiskbeina verða offast við vinnu tengda meðhöndlun afla. Flest óhöppin eru minniháttar og hafa lítil eft- irköst. Meiðsli effir lyffur eða átök eru aðal orsök axlar- og bakmeiðsla, en oft er það spurning hvort um sé að ræða slys eða veikleika í baki sem jafnvel ætti að skilgreina sem sjúkdóm. Flest slys verða við meðhöndlun veiðarfera eins og áður er komið frarn, þ.e.a.s. við að taka og slaka veiðarfærum en það veldur jafnframt al- varlegustu slysunum. Einnig vekur athygli að 6% slysa verða í landi án þess að tengjast vinnu við skipið. Slysatíðni við að taka og slaka veiðar- færum eru meira en helmingi tíðari en vinna á vinnsluþilfari og jafnframt verða alvarlegustu slysin þar. Þessar tölur benda ekki til þess að ein stétt um borð sé í meiri áhættu en en aðrar. En hafa verður í huga að hásetar gegna hættulegustu störfunum og verða því fyrir alvarlegustu slys- unum. Samkvæmt þessu hækkar tíðni slysa eftir því sem skipin stækka. Niðurstaðan er því sú að eftir því sem skipin eru stærri og öfl- ugri er meiri líkur til að skipsmenn verði fyrir slysi. En ef horff er til þess að flest slys verða á togveiðum og að togararnir eru stærstu veiðiskipin kemur þetta heim og saman við það sem áður hefúr komið ftam. Næsta ber ég saman tíðni slysa í aldurs- hópum. Hóparnir eru flokkaðir í 5 ára tímabil frá 15 ára aldri. Borið er saman slysatíðni viðkomandi aldurshóps og hlut- fall sjómanna í hverjum hóp. Aldursdreifing sjómanna er fengin hjá lífeyrissjóði sjómanna. Það vekur athygli að hæsta slysatíðnin er á aldr- inum frá 25 ára aldri til 39 ára og stangast það á við þær hugmyndir sem menn höfðu gert sér. Slys flokkuð eftir stærðum skipa < 12 m Staðsetning slyss n I'cnnur 4 % Andlit 5 % Aðrir slaðir á höfuði 1 % Bolur 8 % Bak 9 % Fótleggir 13 % Öklar og fætur 5 % Ekki vitað 7% 12 - 24 m >24 m Þeir sem helst lenda í slysum eru því þeir sem hafa fengið góða reynslu í sjómannsstörfúm og eru vel á sig komnir líkamlega og því ætti þessi aldurshópur að vera hæfastur til að gegna störf- um til sjós. 10% slysa verða á höfði. Axlir og bak em með 18% slysa en oft er spurning hvort um er að ræða álagssjúkdóma. Handleggir og hendur eru með 39% slysa. Ekki er hægt að benda á eina sértaka ástæður slysa heldur er um marga þætti að ræða s.s. á hvaða veiðum skipið er, stærð þess og svo ffv. Þó eru nokkur atriði sem einkenna vinnu um borð í skipum og eru oft megin orsök slysa.Hröð vinnubrögðum (skorpuvinna). Þröng vinnuaðstaða (t.d. svo kölluð paragraf skip minnstu skuttogararnir). Mikil átök við hífingu veiðarfæra (togarar og nótaveiðiskip). Sláttur á veiðarferum ( trollpokanum, lausir bobbingar). Hreyfmg á Iausum hlutum á þilfari (afli, grjót, og s.frv.). ó- væntir utanaðkomandi þættir s.s. veltingur og brotsjóir (hler- ar kastast til, togvírar slást til, sjór á dekk). ■ % Sjómannablaðið Víkingur 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.