Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 52
Aðfangadagskvöld
stórt svæði og sáum við ekki nema brot af því.
Þarna ætlaði Siggi Bryn. að kaupa sér skó en
gekk illa að fá rétta stærð þar sem hann var svo
fótstór. Virtist ekkert vera til yfir skóstærð 43.
Að síðustu keypti hann strigaskó sem hann gat
troðið sér í. Þarna keypti ég ársbirgðir af gins-
engi sem kostuðu sama og mánaðarskammtur
hér.
Síðasta kvöldið þarna breyttum við til og
fórum á annan veitingastað sem var í hóteli
sem heitir Mandarín. Afar falleg bygging í
gömlum austurlenskum stíl. Fyrsti maður
sem við sáum þar var Morteinsen hinn fær-
eyski sem ég hef minnst á áður. Settist hann
hjá okkur og borðaði með okkur og var hinn
ræðnasti. Var komið víða við í umræðunum.
Þegar kom að þvi að borga reikninginn, þá dró
Morteinsen upp veskið og borgaði öll herleg-
heitin. Fórum við síðan niður í kjallara, en þar
var einhvers konar næturklúbbur. Bauð
Morteinsen upp á glas og sátum við þarna dá-
góða stund. Voru þarna meyjar fagrar á stjákli
kringum borðin, að því er virtist í vafasömum
tilgangi. Segir Morteinsen þá að ef við heíðum
áhuga þá væri lykillinn af herberginu hans
falur en hann bjó einmitt á þessu hóteli.
Greiðsla til þeirra væri heldur ekkert vanda-
mál, hann skyldi sjá um það.
Þetta var of mikið fýrir sveitamenn norðan
af hjara veraldar, kvöddum við í snatri og fór-
um heim á hótel enda stór dagur framundan.
Blásið til brottfarar
Brottfarardagurinn, 19. des., rann upp en
er við vomm komnir um borð kom í ljós að
Sigurður hafði gleymt jólahangikjötslærinu á
hótelinu. Var gerður út maður til að sækja það
en þá var búið að hnupla því og það glatað.
Þær fréttir höfðu komið heiman að hugsan-
legt væri að við stoppuðum á Spáni og þar yrðu
gerðar ýmsar endurbætur á skipinu en þetta
atriði myndi skýrast síðar.
Kvöddum við nú Pusan og héldum af stað í
ágætis veðri. Stóðu þeir Einar og Magnús eftir
á hafnarbakkanum og veifúðu. Ætluðu þeir að
fljúga heim daginn eftir. Mjög athyglisvert
var að fýlgjast með á siglingunni út flóann þar
sem útsýnið var frábært. En það sem ég sá af
Kóreu fannst mér það vera einkar fallegt land.
Sigldum við nú út á Austur-Kínahaf og var
stefnan tekin á sundið milli Kína og Taiwan.
Gekk allt vel fýrir sig hjá vélaliðinu mínu og
virtist litlar áhyggjur þurfa að hafa af því. Við
fórum strax að vinna við að aftengja og losa
Baadervélar sem voru á vinnsludekkinu.
Voru það vélar sem við kæmum ekki til með að
nota í okkar vinnslulínu. Var hugmyndin að
selja þær og koma þeim í land í Singapore.
Fljótlega breytti Sigurður stefnunni og
sigldi fýrir utan Taiwan. Fórum við þar af Ieið-
andi framhjá Okinava. Astæðan fýrir því var
sú að mikil ólga var á milli Kína og Taiwan og
voru fallbyssubátar á ferð og flugi í sundinu á
milli landanna. Myndi þessi krókur lengja
leiðina eitthvað. Var Sigurður að velta fýrir sér
að gera ráðstafanir um borð vegna hugsanlegra
árása sjóræningja sem að hans sögn var mikið
um á þessum slóðum. Ur því varð þó aldrei.
Algengt var að skipstjórar létu raða sjóslöngum
á rekkverk skipa sinna og tengdu þær við sjó-
dælur. Var svo sjórinn látinn dynja á óæski-
legum gestum ef þeir réðust til uppgöngu í
skipin.
Á þessari siglingu fórum við öðru hvoru
fram hjá heljarstórum flotum af fiskiskipum.
Þeir fiska sem róa
o Eldsneyti á skip og báta O Þurrkupappír og skammtarar
O Rafgeymar og hleðslutæki O lce clean háþrýstiþvottakerfi
O Smurolíur fyrir allar vélar O Vinnugallar, vinnuskór og vettlingar
O Hreinsiefni og sápur O Rekstrarvörur f/ útgerð og fiskvinnslu
[ Grænt númer
y...*
□335100
Pantanir í fax: 5151110
Pantanasími: 5151100
□IÍ5
léftir þér lífíð
Þjónusta við
sjávarútveginn
52
Sjómannablaðið Víkingur