Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Síða 53
Þann 21. desember skrái ég í véladagbók-
ina að lofthiti sé 26° C og sjávarhiti 24 gráður
og óþægilega heitt í skipinu. Fór ég að reyna
að koma kælivél loftræstingarinnar í gang en
hún var eitthvað biluð. Endaði það með því að ég
reif alla vélina í sundur og kom í ljós að hún
var úrbrædd á einni stangarlegu. Gat ég skaf-
ið hana þannig til að hún varð nothæf og setti
svo allt saman. Vélin gekk allan þann tíma
sem við þurftum á henni að halda. Var þetta
besta jólagjöfm sem menn gátu hugsað sér þar
sem alltaf hitnaði meir og meir í lofti
Við förum svo milli Taiwan og Filippseyja
22. desember, eftir svokölluðu Luzon Strait
og komum frá okkur skilaboðum hvar við
væmm og hvenær við yrðum í Singapore. Það
getum við gert í gegnum stórt flutningaskip
sem sendir skilaboðin áfram. Töluvert er um
skipaumferð og sjáum við skip allt að 280.000
tonn. Sigurður segist þekkja hvert skip og
nefnir sum með nafni.
Heldur betur voru nú farnar að renna á
okkur íslendingana tvær grímur út af kokkn-
um því þvílíkt óæti sem hún gat brasað úr
annars ágætu hráefni var með ólíkindum.
Rússunum virtist líka þetta vel og voru ágæt-
lega haldnir. Var alveg sama hvað hún eldaði,
alltaf skyldi hún sjóða súpu úr öllu saman og
hana skyldum við borða meðan birgðir entust.
Þá var elduð ný súpa.
Aðfangadagskvöld
Menn fóru nú að huga að jólahaldi og
fannst manni þetta mjög einkennilegt að vera
svona úti á rúmsjó í allt öðrum heimshluta.
Hiti úti á aðfangadag var 32°C en 25 gráður í
sjó. Vildu Rússarnir endilega sjá um jólamat-
inn á aðfángadag og samþykkmm við það með
blendnum huga með þvi skilyrði að við sæjum
um matinn á jóladag. Var þetta ákveðið og
tókst nokkuð vel. Valentína og Liliya út-
bjuggu einhvern þjóðarrétt Rússa sem smakk-
aðist bærilega. Ymislegt annað var á boðstólum
frá Rússlandi. Höfðu Rússarnir sett upp jóla-
tré og hengt upp skraut þannig að nokkuð
jólalegt var um að litast. Allir fengu jólakort
frá Vladimir og Liliyu og var skrifað á þau á
rússnesku og líka á íslensku, Liliya hafði beðið
mig að þýða með milligöngu Vladimirs og á
hans sérstöku ensku. Var athyglisvert að lesa
jólakveðjuna þar sem hún var frábrugðin okk-
ar kveðjum hér á landi
Rússarnir voru hinir skemmtilegustu og
reyndu að gera kvöldið sem ánægjulegast. Gaf
ég þeim íslenskt sælgæti í jólagjöf. Var meira
að segja slegið upp balli og gekk Siggi Bryn.
manna harðast fram í dansinum.
Seinna þegar ég var kominn upp í klefa og
var að taka upp pakka sem mér höfðu verið
sendir, fannst mér lítið jólalegt við þetta og
hugsaði heim.
Flugfiskar
Á jóladag erum við á milli Víetnam og suð-
urhluta Filippseyja. Staðsetning kl. 13:00 er
095700N og 1101730A. Ho Chi Minh borg
(Saigon) 120 sjómílur í burtu á stjórnborða.
Þegar ég fór hina hefðbundnu eftirlitsferð
um morguninn fékk ég óvænta jólagjöf. Hún
var sú að einhver hafði skilið eftir opna hurð á
síðunni á togdekkinu og hafði hún staðið opin
um nóttina. Höfðu þrír flugfiskar hreinlega
flogið inn um hurðaropið og hafhað á dekkinu
þar sem þeir nú lágu. Tók ég þá og frysti og
hafði með mér heim. Flugfiskar eru mjög á-
þekkir síld. Var oft gaman að fylgjast með
þeim á sjónum og ótrúlegt að sjá hve Iangt
þeir gátu flogið.
Hangikjöt og Ora baunir
Þá var komið að íslendingunum að láta ljós
sitt skína í matargerð. Kom það í hlut okkar
Sigga Bryn. að gerast kokkar. Akváðum við að
annað hangikjötslærið, sem ég hafði fengið sent,
skyldi vera borið fram heitt en hitt yrði kalt á
gamlárskvöld því ég hafði fengið tvö læri send.
Við byrjuðum tímanlega að elda og æduðum
einnig að hafa kótilettur sem við vissum að
voru til. Vandaðist þá málið því ekkert var
raspið. Bjugyim við það til úr brauði sem við
fundum. Tókst eldamennskan vonum fram-
ar en alltaf var Valentína kokkur að sniglast í
kringum okkur. Sem betur fer skildum við
ekki bofs í rússneskunni hennar en hún taldi
sig hafa skoðun á því hvernig íslenskur matur
ætti að vera. Við gáfurn henni lítinn gaum en
afskaplega fór hún í taugarnar á okkur. Buð-
um við nú Rússunum upp á það sem við höfð-
um verið að elda og líkaði þeim ágædega. Hafði
kennt ýmisa grasa í pakkanum frá Guðbjörgu
því þar var meðal annars laufabrauð sem hafði
komist alla þessa leið óbrotið. Ora grænar
baunir settu svo punktinn yfir iið. Jól hjá
Rússunum voru ekki fyrr en 7. janúar sam-
kvæmt þeirra tímatali. ■
Skráö um borð í Amari HU-1 í mars 1997.
Finnur Kristinsson.
Framhaldfrásagnarinnar birtist í nœsta blaði.
Allt til netaveiða!
1 krafti áratuga reynslu okkar í sölu veiðarfœra
tryggjum við viðskiptavinum okkar ávallt fyrsta
flokks vöru á góðu verði.
METASALAM
Skútuvagt IB-L Slmi SBB IBIS Fax SBB 1BB4
Sjómannablaðið Víkingur
53