Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Page 62
hann að jafnaði um 15 cm á lengd. Eftir það dregur smám saman úr vextinum og eru 15 ára dýr um 18 til 20 cm á lengd. Humarinn grefur sér göng ofan í leirbotn- inn. Oftast eru tvö eða þrjú op á göngunum. I sumum tilfellum tengjast göng margra humra saman og mynda flókið gangnakerfi undir yf- irborði leirsins. Göng humarsins ná oftast um 20 til 30 cm niður fyrir yfirborðið. Göngin not- ar humarinn til að verjast rándýrum. Humarinn yfirgefur holuna þegar hann leitar sér íæðu. Hér við land virðist humarinn vera mest á stjái fyrir utan holuna seinni hluta nætur en minnst fyrri hluta dags. Þetta endur- speglast í því að mest humarveiði er venjulega á tímabilinu frá miðnætti til kl 8 á morgnana. Einnig verður oft nokkur aukning í veiði seinni hluta dags. Talið er að birta við botn stjórni ferð- um humarsins. Margt bendir til að ungviðið setjist að í holum sem þegar hafa verið grafnar og komi ekki út úr þeim fyrsta árið. Ungviðið grefur göng eða gangnakerfi út frá holunni og veiðir sér til matar dýr sem eru grafin í botninn. Athugan- ir í nágrannalöndunum benda reyndar til að humarinn haldi sig mikið til á sömu slóðum allt sitt líf. Kvendýrin virðast alltaf snúa aftur í sömu holuna eftir íæðuöflunarferðir, en karl- dýrin færa sig meira úr einni holu í aðra og lenda þá stundum í baráttu við önnur karldýr um holurnar. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hér við land hvað humarinn étur, en rannsóknir sem gerðar hafa verið í Færeyjum og í Skotlandi ættu að'gefa vísbendingar þar um. Humarinn tekur bráð sína með klónum og brytjar hana smátt áður en hann étur hana. Það er því erfitt að greina matseðilinn út frá því sem finnst í maga. Engu að síður heftir tekist að greina eitthvað af fæðuleifúm humarsins. Eðli- lega étur humarinn mest dýr sem hafast við ofan á eða niðri í leirnum. Aðalfæðan virðist vera burstaormar, smávaxin krabbadýr, skeljar og ígulker en einnig hefur fundist mikið af smá- um frumdýrum í maganum sem hugsanlega fylgja með þegar humarinn étur bráð sína á yf- irborði leirsins. Helstu óvinir humarsins eru ýmsir fiskar sem lifa á sömu slóðum og hann eða koma þar við á árstíðabundnum göngum sínum. Dæmi um fiska sem veiðast á humarslóðum eru þorskur, ýsa, karfi, ufsi, langlúra, Ianga, skrápflúra, skötuselur, stórkjafta og steinbít- ur. Humar hefur fundist í maga margra þess- ara fiska en mest hefur fundist í mögum þorsks, ýsu og stórkjöftu. ðsan virðist éta mest af 1,5 cm humri sem er nýlega orðinn botn- lægur. Þorskurinn étur hins vegar fyrst og fremst humar sem er 8 til 15 cm langur og væntanlega 5 til 10 ára gamall. Fyrstu tilraun- ir til að veiða humar hér á landi vom gerðar árið 1939 í Vestmannaeyjum. Afraksturinn eftir vertíðina voru tæp 3 tonn af niðursoðnum humri. Eftir þessa reynslu töldu menn það varla borga sig að veiða humar hér við land. Leið nú langur tími þar til affur var reynt að hefja hér humarveiðar. ;rið 1953 reyndu Islendingar næst og var humarinn nú veiddur í Selvogs- djúpi og humarvinnsla sett upp í Höfnum á Reykjanesi. Skömmu síðar hófust veiðar frá Eyrabakka og síðan í Vestmannaeyjum. Þær gengu brösótt til að byrja með en smám saman bættust fleiri bátar í hópinn og veiðin jókst stig af stigi. Erlend veiðiskip höfðu veitt hér nokk- uð af humri áður en Islendingar hófb veiðarnar. Þau héldu nokkur hundruð tonna aflahlut allt til ársins 1972 þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur. Eftir það sátu íslendingar ein- ir að veiðunum. Humarveiðin náði hámarki hér við land árið 1963 er veiðarnar voru rúm 6.000 tonn og veiddu íslendingar sjálfir um 5.500 tonn af þeim afla. Veiðin minnkaði síðan hratt niður í um 2.600 tonn árið 1968. Síðan jókst hún á ný, en árið 1979 varð aftur aflabrestur og veiddust þá eingöngu 1400 tonn. Talið er að ó- venjulítil veiði árin 1968 og 1979 hafi stafað af lágum sjávarhita, sérstaklega við Suðaustur- land, en þar var mjög lítil veiði bæði árin. Síðan 1980 hefirr veiðin verið að sveiflast á bilinu 1700 til um 2700 tonn á ári. ;rið 1995 var humarveiðin aðeins um 1030 tonn. Hér við land er allur humar veiddur í botn- vörpu eins og stendur. Veiðarnar fara fram á tímabilinu frá 15. maí dl 31. ágúst. Tilraunir voru gerðar með veiðar í gildmr á ámnum 1992 til 1994 en ekki hefur enn verið farið út í slíkar veiðar í stórum stíl. Humarvarpa er ólíkt öðr- um botnvörpum að því leyti að það veiðir ekki bara það sem er ofán á botni, heldur grefúr það sig einnig lítillega ofan í botninn. Engir bobbingar eru á humarvörpunni, en fótreipið, sem er fremst á neðra byrði vörpunnar, er þungur vír sem vafinn er kaðli. Fótreipið er haft tiltölulega slakt svo að það liggi þéttar við botn. Það heftir valdið áhyggjum að mikill aukaafli fæst við humarveiðarnar og oft er sá afli meiri en sjálfur humaraflinn. ;rið 1995 var humaraflinn um 1030 tonn en annar afli sem fékkst með humrinum var um 3000 tonn. Uppistaðan í þeim afla var þorskur, ýsa og karfi. Mikið af humri skemmist við veiðarnar og verður ónýtanlegur. Þeim humri er kastað fyrir borð ásamt undirmálshumri. Talið er að megnið af þessum humri drepist strax eða fljót- lega eftir að hann kemur á botninn. Humarinn er að stórum hluta slitinn um borð í humarbátunum og hölunum einum landað.; síðustu árum hefhr hins vegar vaxandi hluti humarsins verið landað heilum til út- flutnings án frekari vinnslu. Mest er unnið af humri á Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og í Keflavík. Við vinnslu er görn- in hreinsuð úr halanum og síðan er hann ffyst- ur í skelinni. Humarinn er eftirsóttur til mat- ar. Megnið af framleiðslunni hér á landi er flutt út til Bandaríkjanna en lítilsháttar af humri er einnig flutt til Evrópu. Heildarveiði á humri í heiminum hefúr verið um 60 þúsund tonn á síðustu ámm. Þær þjóðir sem veiða mest af hon- um eru Skotar, írar, Frakkar og ítalir. Til að fylgjast með ástandi humarstofnsins eru á hverju ári farnir rannsóknaleiðangrar í upphafi humarvertíðar. Athuganir em þá gerð- ar á aldurssamsetningu, kynjahlutfalli í stofn- inum og aflabrögðum með stöðluðum veiðarfær- um. Að auki eru tekin sýni úr afla veiðiskipa og skipstjórar fylla út veiðiskýrslur. Holubúskap- ur humarsins gerir athuganir á stofngerð mjög erfiðar, sérstaklega er erfitt að meta fjölda kven- dýra og kynþroska þeirra. Kvendýrin halda sig mest ofan í holunum og eru oftast ekki nema 5-15% af aflanum. Ekki eru neinir lík- amspartar á humrinum sem hægt er að nota til að lesa aldur hans líkt og kvarnir eða hreistur hjá fiskum. Hins vegar er að einhverju leyti hægt að nota toppa í lengdardreifmgu til að á- kvarða aldursdreifmgu í stofninum. Væntan- leg nýliðun er ákvörðuð út frá fjölda smá- humars í aflanum. I byrjun veiðanna á 6. og 7. áratugnum varð stöðug aukning í afla. Hann náði hámarki, um 6.000 tonnum árið 1963, hélst síðan um 4.000 tonn til 1973 en tók síðan að minnka hratt. Aflaaukning fyrstu árin stafaði eingöngu af aukinni sókn, því afli á togtíma, sem er vís- bending um stærð humarstofnsins, minnkaði hratt á þessum árum. Ekki er óvenjulegt að nytjastofh bregðist þannig við þegar byrjað er að veiða úr honum. Með hóflegri nýtingu kemst aftur á jafnvægi, þó að stofninn sé orðinn nokkru minni en hann var í upphafi. Humar- stofninn rétti lítillega við á árunum í kringum 1980, en síðan hefur hann minnkað jafnt og þétt sem bendir til þess að meira hafi verið veitt úr honum en góðu hófi gegndi. Stofninn var í lágmarki 1995 en virðist nú vera að rétta við á ný. ; árinu 1997 er veiðistofn humars (þ.e. humar 6 ára og eldri) þó enn með minnsta móti og er talinn vera í kringum 11.500 tonn. ■ 62 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.