Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Síða 69

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1998, Síða 69
Sigurjón Egilsson ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings skrifar „Hverjir eiga slíka menn?“ Ég heyrði á tal þriggja manna, sat á næsta borði á veitingastað og ég veit vel að ég á ekki að hlusta á það sem annað fólk er að tala um, mér var hreinlega kennt það í æsku. En það er nú svo margt af þvi sem góða sem mér hefur ver- ið kennt, ég nota það ekkt sem skyldi. Jæja, það sem fékk mig til að hlusta var að mennirnir þrír voru að ræða auglýsingabrjálæði forystu útgerðarmanna. Orðavalið er þeirra. Þeim þótti nóg um. Einn hafði á orði að eftir að hann fékk sent heim glæsiblaðið, sem kallað var smárit, hafi hann hreinlega fundist hann hafa tekið þátt í einhverju saknæmu. Hann rauk til þvoði sér um hendur, sagðist hafa fyllst hryll- ingi. Hinir voru sammála en notuðu aðrar lýs- ingar um með hvaða hætti þeir hefðu fengið nóg af bmðlinu. En svo kom að því að mennirnir toku að ræða hvað getur verið að baki svona átaki. Allir virtust þeir þekkja talsvert til í sjávarútvegi og gera sér sæmilega grein fyrir hvað auglýsingar kosta, bæði að birta þær og sérstaklega að fá dýrustu auglýsingastofii bæjarins til að hanna þær. „Þetta er það ótrúlegir hagsmunir sem Kristján og félagar eru að verja að þá munar ekkert um þessar 45 til 50 milljónir takist þeim að viðhalda kvótanum, framsalinu og öllu því,“ sagði einn þeirra og hinir voru sam- mála. Skyndilega skipti um tón í umræðunni. Ég varð enn vandræðalegri. Áður en ég vissi af var ég ekki bara að hlusta á samræður þriggja manna sem ég ekki þekki. Tveir bættust við. Þannig var að einn þremenninganna tók að vitna í tal tveggja útgerðarmanna, sem hann sagðist hafa heyrt tala saman. Tilvitnunin var stutt, en annar útgerðarmaður hafði átt að hafa sagt eftirfarandi, orðrétt: „Ég ætla að Iáta skipta um ljósavél, athuga með lengingu og eins aðra kraftblökk. Svo er ég ákveðinn að fjár- festa í tveimur þingmönnum." Vá, það var ekkert annað. Þremenningunum kom þetta ekkert á ó- vart. Þeir sögðu að það kerfi sem er í gangi, fyr- ir atbeina Alþingis, flytti það mikill auðæfi til fárra að þeir sem njóta kunni vel að borga fyr- ir sig. Mér var samt nóg boðið, hætti að hlusta og snéri mér að lestri blaðs sem ég var með. Að venju var ekkert merkilegt í blaðinu svo ég stóð upp og fór út. Gegn vilja mínum sóttu að mér óþægilegar hugsunir, sem allar verða raktar til mannanna þriggja og sérstakiega allt að því vissu þeirra að útgerðarmenn séu að fjárfesta i þingmönnum. Ég hugsaði mikið um þetta, enda þekki ég nokkra þingmenn, suma persónulega. Það er meira að segja til þingmaður sem ég segi full- um fetum að sé vinur minn. Ég er jafn viss um að hann hefúr aldrei þegið peninga fyrir afstöðu sína á þingi. Ég er jafn viss um það og að ég heiti Sigurjón. Um marga aðra þing- menn get ég ekki verið viss, ég get það ekki. Getur þá verið að þingmenn þiggji mútur. Ég efast. Samt vil ég spyrja þar sem tveir þingmenn hafa sagt svo vera. Þeir voru spurðir ásamt öðru fólki eftirfarandi spurningar af blaðinu Degi: „Eru auglýsingar fyrir prófkjör Sjálf- stæðismanna í Reykjanesi farnar að keyra úr hófi fram?“ Meðal svarenda voru tveir þing- menn, Pétur Blöndal og Sigríður Jóhannes- dóttir. Pétur svaraði: „Já og all verulega. Þetta leið- ir hugann að því hvort það séu eingöngu efna- menn sem geti farið á þing eða menn sem verða háðir einhverjum styrktaraðilum. Það er ljóst að menn borga ekki svona upphæðir úr eigin vasa og síst af öllu af þeim launum sem í boði eru á Alþingi, svo maður tali ekki um þá sem ekki komast inn. Þetta mun fæla mjög frá þátttöku í prófkjörum og ef ekki verður breyt- ing á þessum íjáraustri hygg ég að það þýði endalok prófkjöra sem væri mjög miður.“ Mig langar að biðja Pétur um endurtaka hluta svarsins: „Þetta leiðir hugann að því hvort það séu eingöngu efnamenn sem geti farið á þing eða menn sem verða háðir einhverjum styrktar- aðilum. Það er ljóst að menn borga ekki svona upphæðir úr eigin vasa og síst af öllu af þeim launum sem i boði eru á Alþingi...". I mínum huga gerir þingmaðurinn Pétur ráð fyrir að frambjóðendur geri sig háða styrktaraðilum. Ég á ekki orð, en það á Sigríður Jóhannesdóttir þingmaður. Hún svaraði sömu spurningu og Pétur með þessum orðum: „Mér finnst það nú blasa við að þær séu farnar að keyra úr hófi. Það liggja auðvitað ekki fyrir úrslit úr þessum kosningum (viðtölin voru tekin tveimur dög- um fyrir prófkjörið) en ég sé ekki betur en sumir séu að kaupa sér þingsæti fyrir milljón- ir króna. Og hverjir eiga þá slíka menn þegar upp er staðið, því ekki geta þingmenn borgað þetta sjálfir af sínum lanum.“ Það er bara svona. Fáum litla endurtekningu úr svari Sig- ríðar: „...ég sé ekki betur en sumir séu að kaupa sér þingsæti fyrir milljónir króna. Og hverjir eiga þá slíka menn þegar upp er stað- ið...“. Það er ekki hægt að misskilja þetta. Get- ur verið að Anna eða Jóna meinatæknar séu að fjárfesta í þingmönnum. Nei, ég trúi því ekki. Það hljóta að vera einhverjir sem eiga meiri hagsmuna að gæta. Áður en lengra er haldið er best að taka fram að aðrir svarendur, sem ekki eru þingmenn, þeim datt ekkert slíkt í hug. Enda rétt að vekja athygli á að blaðamaður Dags spurði ekk- ert um mútuþægni þingmanna. Þingmenn- irnir bara svöruðu svona, hvers vegna þeir gerðu það verða þeir að svara sjálfir. Þótti þeim svör sín eðlileg? Var það þá rétt sem einn þre- menninganna á kaffihúsinu sagði þegar hann var að vitna í tal útgerðarmanns, er fjárfest í þingmönnum? ■ Sigurjón M. Egilsson. Sjómannablaðið Víkingur 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.