Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 17
Góðum afla landað.
Þessi er að landa aflanum eftir góðan dag.
Hvenær sérð þú fyrir þér að reyna muni
á á milli ykkar?
„Ég held að það verði ekki fyrr en búið
er að ná saman á almenna vinnumarkaðin-
um. Við erum með launaliði sem hafa fylgt
þar og þess vegna met ég það svo að það
gerist fátt hjá okkur fyrr en það er búið, fyrr
held ég að við gerum ekkert af alvöru. Það
getur skýrst fljótlega þar á eftir hvort við
náum saman eða ekki.“
Telur þú að komi fram krafa um að falla
frá Kvótaþingi?
„Hún kemur og Kvótaþing má fara okkar
vegna, en það verður ekki gert eitt og sér,
það verður þá að gera meira.“
Helgi sagði að þar sem ekki er farið að
ræða verðmyndun á fiski og fleira sé afar
erfitt að meta hvernig mál munu þróast.
Verðum að leysa okkar mál með
SAMNINGUM
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambandsins, segir erfitt að meta
hvernig framhaldið verði.
Eru menn farnir að ræða stærri mál svo
sem fiskverðsmyndun og önnur svo stór
mál?
„Það er allt undir."
Sérð þú fyrir þér að samningar muni
takast?
„Já, ef ég sé það ekki þá er illt framund-
an.“
Nú hafa öllum deilum sjómanna og út-
vegsmanna um langan tíma lokið án
samninga. Er ekki tímabært að samningar
náist?
„Jú, það er alveg Ijóst í mínum huga og
Sævar Gunnarsson
formaður Sjómannasambanbs íslands.
þó fyrr hefði verið, sérstaklega vegna þess
að þegar hafa verið sett lög á deilurnar
hafa önnur mál orðið eftir, mál sem þarf að
leysa."
Sævar sagði það sama gilda um verð-
lagsmálin, að ef deiluaðilar leysa þau mál
ekki, heldur endi deilur með lagasetning-
um þá sé vandinn alltaf til staðar og því sé
nauðsynlegt að ná samningum til að leysa
málin.
Pað hljóta allir að vilja samninga
„Það var samkomulag að ræða þessi
mál ekki við fjölmiðla, en það hljóta allir að
vilja Ijúka þessu með samningum," sagði
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri
Landssambands íslenskra útvegsmanna,
þegar Sjómannablaðið Víkingur, leitaði til
hans í sömu erindagjörðum og þeirra sem
rætt var við hér að framan.
Friðrik var næst spurður hvort hann telji
ekki nauðsynlegt að deilendum takist að
ná samningi.
„Ég vil ekki tjá mig um þetta mál. Það
var rætt um það að við myndum ekki tjá
okkur við fjölmiðla." ■
Skoðun og viðgerðir
gúmmíbáta
Einnig skoöun og viögerö bjargbúninga
Gúmmíbátaþjónustan
Eyjaslóð 9, Örfirisey sími 551: 4010 Fax: 562 4010
Sjómannablaðið Víkingur
17