Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 25
r r Ein af fróðlegri bókum sem út komu á síðastliðnu ári var bókin „Frá línuveiðum til togveiða", sem Jón Páll Halldórsson á ísafirði gaf út og er höfundur að. Allir sem áhuga hafa á fiskveiðum, atvinnuháttum og breytingum sem orðið hafa í sjávarútvegi og fiskveiðum síðastliðin 50 ár ættu að lesa þessa bók. Frá línuveiðum til togveiða er saga útgerðar frá ísafirði og Hnífsdal í hálfa öld. í bókinni er einnig fjallað á líflegan og skýr- an hátt um ýmis atriði og stjórnvaldsaðgerðir sem stjórnvöld landsins á hverjum tíma stóðu fyrir og hvaða afleiðingar fylgdu þeim aðgerð- um. Ég efa ekki að þeir sem byrja að kynna sér efnið munu ljúka við lestur áður en bókinni er skilað aftur. Já skilað. Bókin varð uppseld í jólabókaflóðinu og þess vegna verða þeir sem ekki eiga hana að fá bókina lánaða á söfnum eða hjá kunningjum. Það er þess virði að sækjast eftir því að lesa þessa fróðlegu og skemmtilegu bók. Góða skemmtun við lesturinn. Jón Páll á þakkir skildar fýrir góð efnistök og það framtak að skrá söguna meðan enn er hægt að ná til manna sem við sjávarútveg hafa starfað á Vestfjörðum á síðastliðnum 50 árum. Guðjón A. Krisljánsson, alþingismaður. INTERSP RO SPIROMATIC REYKKÖFU NARTÆKI cá 2 XX 8 aL 2 Z Reykköfunartæki eru notuð undir miklu líkamlegu og andlegu álagi. SPIROMATIC tækin eru með sjálfvirkan yfirþrýsting í andlitsgrímu sem léttir öndun og útilokar eiturgufur. Þau eru einföld, þægileg og með einu handtaki eru axlar- og mittisólar stilltar. SPIROMATIC eru tæki sem þú getur treyst. Við þjónustum, hlöðum og yfirförum allar gerðir reyk- og froskköfunartækja. UPPLYSINGAR OG RÁÐGJÖF PROFUIM EHF. ÆGISGÖTU 4 SÍMI561 1055, FAX 561 1052 Sjómannablaðið Víkingur 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.