Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 30
Gísli Víkingsson fiskifræðingur
Astand hvalastofna
og fæðunám hvala á
íslandsmiðum
Þessar þrjár aðferðir eru síðan notað til
þess að reikna fæðumagn hvala, sundur-
greinda milli skíðis- og tannhvala, á þremur
svæðum, þ.e. Norður-Atlantshafið, Norður-
Kyrrahafið og suðurhvel jarðar að meðtöldu
Indlandshafi. Tafla 2 sýnir fæðumagn hvala
samkvæmt mismunandi reikniaðferðum og
svæðum. Það skal tekið fram að við útreikn-
inga á fæðumagni hvala er miðað við áætlun
um fjölda einstaklinga sem tilheyra 35 af 79
þekktum hvalategundum. Einnig skal þess
getið að áætlaður heildarmassi (biomass)
einstakra tegunda sem falla undir útreikn-
ingana er afar mismunandi. Þannig telur
hlutdeild hrefnu um 25% og búrhvalur um
37% af heildarmassa hvala á suðurhveli jarð-
ar (Indlandshaf meðtalið). í Norður-Atlants-
hafi er hlutdeild búrhvals um 64% af heild-
armassa og hlutdeild sömu tegundar í Norð-
ur-Kyrrahafi er um 45% af heildarmassa.
Heildarmassi tilgreindra 35 hvalategunda á
öllurn svæðum er áætlaður tæplega 40 millj-
ón tonn.
Framangreindar tölur um fæðumagn
hvala hlýtur að vekja þá spurningu hvers
konar fæðu er um að ræða. Stór hluti fæðu
hvala eru nytjategundir sem fiskimenn
veiða. Það er útbreiddur misskilningur að
skíðishvalir éti einungis svifdýr eins og krill.
Staðreyndin er hins vegar sú að skíðishvalir
eins og tannhvalir éta ýmsar fisktegundir. í
þessu sambandi er nærtækast að benda á að
áætlað er að hrefnan við Island og aðliggj-
andi hafsvæði étur rúmlega milljón tonn af
fiski árlega.
Það eru hæði gömul og ný sannindi að
fiskimenn eru í samkeppni við sjávarspendýr
um þá fæðu sem sjórinn gefur af sér. Eftir
rúmlega áratugs bann Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins virðast flestir hvalastofnar vera vel á sig
komnir og fer fjölgandi. Effjölgun heldur á-
fram sem horfir, liggur það í augum uppi að
fæðumagn hvala vex að sama skapi. Slík
þróun hlýtur fyrr en seinna að slá alvarlega í
bakseglin með þeim afleiðingum að verulega
mun draga úr fiskveiðum í framtíðinni. ■
Heimildir:
Tamura, T. og Ohsumi, S. 1999. Estimation of
total food consumption by cetaceans. ICR.
Sigurjónsson, J. og Vikingsson GA. 1997. Seasonal
Abundance of and estimated food consumption by
cetaceans in Icelandic and adjacent wters. J Northw
AtlFishSci 22:271-287.
Hvalir hafa að ýmsu
leyti sérstöðu innan dýra-
rikinsins. Þeir eru t.d eini
ættbálkur spendýra sem
hefúr að öllu leyti aðlagast
sjávarlífi og meðal þeirra er
að finna stærstu tegundir
sem lifað hafa á jörðinni.
Þessar kynjaskepnur hafa
lengi verið sveipaðar mikilli dulúð í hugum
manna sem oft hefur gefið ímyndunaraflinu
lausan tauminn varðandi lifnaðarhætti þeirra og
stöðu í dýraríkinu. Hafa hvalirnir í gegnum ald-
irnar ýmist verið álitnir fjandsamlegar ófreskjur
eða nánast teknir í manna- eða guðatölu. Ekki
er laust við að enn eimi eftir af báðum þessum
sjónarmiðum ( umræðum nútímans. Ef litið er
til sögu hvalrannsókna í heiminum og þekking-
ar okkar í dag á líffræði og atferli hvala er dulúð-
in um hvalina e.t.v ekki svo undarleg. Hvalir
eyða langmestum tíma sínum undir yfirborði
sjávar og eru því mjög óaðgengilegir til athug-
ana á lifnaðarháttum samanborið við önnur
spendýr. Jafnvel stórstígar tækniframfarir seinni
ára (t.d. gervitunglamerkingar) hafa ekki enn
nýst hvalrannsóknum til jafns við rannsóknir á
landdýrum sem hægt er að handsama til að
koma merki fyrir eða gera aðrar tilraunir.
Þannig eru t.d. vetrarstöðvar flestra stofna stór-
hvala í Norður Atlantshafi óþekktar. Það er því
jafnvel enn í dag gott rými fyrir (myndunaraflið
varðandi lífshætti þessara risaskepna, þótt vissu-
lega hafi seinni tíma rannsóknir þrengt að fýrri
trú um sérstöðu hvala innan dýraríkisins.
I sögu hvalveiða í heiminum er að finna góð
dæmi um afleiðingar stjórnlausrar ofnýtingar á
villtum dýrastofnum. Þótt frumstæðar hval-
veiðar hafi verið stundaðar í þúsundir ára er
talið að saga hvalveiða sem skipulegs atvinnu-
vegar hefjist með veiðum Baska á sléttbaki í
Biskajaflóa á 12. öld. Á næstu öldum breiddust
hvalveiðarnar út um heiminn eftir því sem
gengið var á hvalastofna heima fýrir og tegund-
ir þær sem nær voru og fjöldi hvalveiðiþjóða óx
hratt. Á seinni hluta 19. aldar, þegar hvalveiði-
iðnaðurinn virtist að hruni kominn vegna of-
veiði, markaði tilkoma sprengiskutulsins og
hraðskreiðra gufuskipa upphaf nútíma hval-
veiða, en fram að þeim tíma höfðu hinir hrað-
syndu reyðarhvalir verið að mestu óhultir. Nú
tók við nýtt tímabil ofveiði sem stjórnaðist ein-
göngu af markaðslögmálunum þar sem arðsem-
in var í hlutfalli við stærð hvalategunda. Því var
fýrst gengið nærri stærstu tegundinni,
steypireyði, þv( næst langreyði o.s.frv. Nútíma-
hvalveiðarnar byrjuðu við Noreg en breiddust
fljótt um allt Norður Atlantshaf og Kyrrahaf, en
náðu hámarki við Suðurskautslandið upp úr
1920 þegar tugþúsundir stórhvela voru veidd
árlega allt fram á sjöunda áratug aldarinnar.
Fyrstu tilraunir hvalveiðiþjóðanna til að
stemma stigu við ofveiðinni höfðu lítil sem eng-
in áhrif fýrr en aflamark var sett á einstakar teg-
undir og tekið var upp veiðistjórnunarkerfi sem
byggt var á vísindalegum grunni á áttunda ára-
tugnum.
Með aukinni meðvitund um umhverfismál
á áttunda og níunda áratug aldarinnar komust
hvalveiðar mjög í sviðsljósið. Ofangreindri
sorgarsögu hvalveiða var mikið haldið á lofti í
baráttunni fýrir bættri umgengni við náttúr-
una enda skólabókardæmi um stjórnlausa
rányrkju. Hvalir og selir virtust höfða mjög til
almennings á vesturlöndum og varð baráttan
gegn veiðum á sjávarspendýrum því ein helsta
tekjulind umhverfisverndarsamtaka. Hvalur-
inn varð þannig smám saman eitt heista ein-
kennistákn fýrir umhverfisvernd. Þrátt fýrir að
allsherjarbann Alþjóðahvalveiðiráðsins við
hvalveiðum í atvinnuskyni hafi verið í gildi frá
1986 og vísindamenn séu almennt sammála
um að ástand margra hvalastofna sé gott er
baráttan gegn hvalveiðum enn ofarlega á
stefnuskrá margra umhverfisverndarsamtaka.
Afstaðan til hvalveiða virðist þó mjög
breytileg eftir menningarsvæðum heimsins.
Sérstaða hvala í náttúrunni birtist t.d. á annan
hátt meðal þjóða þar sem rík hefð er fýrir hval-
veiðum. Neysla á hvalkjöti og spiki hefur í ald-
anna rás verið ein af undirstöðum ýmissa
byggðarlaga víðs vegar um heiminn og hval-
veiðar verið ríkur þáttur í menningu fjöl-
margra þjóða og þjóðarbrota og er þar nærtæk-
ast að nefna Færeyinga og Grænlendinga.
30
Sjómannablaðið Víkingur