Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 37
„Það eru nokkuð mörg síðan að bent var á, á ráðstefnu sem ég var á í Noregi, að selastofnar myndu á næstu árum höggva veruleg skörð í fiskistofna og menn eru að færa fyrir því rök að selir og hvalir séu að taka til sín stóran hluta af framleiðslu fiskistofna í Barentshafi. Það má færa fyrir því rök að niðurslagið í Barentshafinu, sé frekar vegna þess hversu þessi dýr hafa fengið að nýta lífríki Barentshafsins óhóflega, en vegna veiða.“ ræktunarsvæðum jarðar, um miðbaug. I Iandbúnaði og iðnaði eru notuð efni sem ber- ast til skautanna og ganga þaðan í lífríki sjáv- arins. Að hluta setjast þau í fiskinn og fæðu hans. Sjávarspendýrin eru síðasti hlekkurinn í þessar keðju og í þeim safnast þessi þrávirku- efni fyrir. Það er ekki langt síðan að fréttir bárust um mengun í hrefnu sem veiddist við Suðurskautslandið. Hugsanlega eigum við eftir að standa frammi fyrir því, þegar viður- kennt verður af öllum að grisja verði þessi stofna, þá verði afurðirnar af þessum tegund- um ónýtanlegar til manneldis vegna þess að í holdi þeirra eða fituvef verði það mikið af þrávirkum og mengandi efnum að afurðirnar séu óhæfar til neyslu. Þá held ég að menn verði komnir í hring, vítahring. Þetta getur gerst á sama tíma og stóran hluta mannkyns vantar fæðu. Þess vegna gæti farið svo að ein- ungis verði hægt að nýta afúrðirnar í dýra- fæðu eða urða þær. Þeta geta orðið afleiðing- ar þess að hafa ekki náð saman með „náttúru- verndarsamtökunum" um mengunarmálun- um þar sem „náttúruverndarsamtökin“ hafa haldið fram misskilinni friðunarstefnu gagn- vart sjávarspendýrunum. Niðurstaðan er sú að „náttúruverndarsamtökin“ og fiskveiði- þjóðirnar hafa skaðast af því sem ég vil kalla misskilda náttúruverndarstefnu. í stað þess að halda uppi eðlilegri nýtingu á sjávarspen- dýrunum hefðu allir betur sameinast í bar- áttu gegn menguninni og áhrifum hennar." Má skilja þig þannig að þú sért að segja að það geti verið nauð- synlegt að veiða spen- dýrin jafnvel þó ekki finnist markaður fyrir afurðirnar? „Mín skoðun er tví- mælalaust sú að það verði að veiða. Við munum þurfa að veiða, hvort sem við getum nýtt kjötið eða ekki. Það er ömurleg staðreynd að við skul- um bíða, jafnvel ára- tug eftir áratug, með að halda þessum stofnum í eðlilegu jafnvægi og þegar vandamálið verður viður- kennt verði svo komið að afurðirnar verða það mengaðar að ekki verði unnt að leggja sér þær til munns.“ Nú ert þú á Alþingi, munt þú beita þér fyr- ir þessu máli á þeim vettvangi? „Ég hef talað fýrir þessum máli lengi og hef sagt að við verðum að ákveða hvort við vilj- um nýta sjávarspendýrin í framtíðinni eða sitja á ströndinni og horfa á lífríkið. Ég held að við, sem aðrar fisvkeiðiþjóðir, eigum ekk- ert val. Það verður að taka upp skynsamlega nýtingu á þessari auðlind, því þetta er auðvit- að auðlind ef hún er rétt nýtt. Ég veit ekki hvort ég flyt tillögu um þetta, en það er ljóst hver er hugurinn minn í málinu. Ég heyri að hvorki forsætisráðherra né sjávarútvegsráð- herra vilji hefja hvalveiðar, allavega ekki á þessu ári. Þeir segja það geta gerst eftilvill á næsta ári og þannig hefur þetta gengið. Á meðan stjórnarflokkarnir hafa svo tryggan meirihluta gerist kannski ekkert, en ég þykist þess viss að einstaka þingmenn þessara flokka vilja hefja veiðar.“ ■ Pólssvæði jarðar safna til sín mengunarefnum sem gufa upp á helstu ræktunarsvæðum jarðar, um miðbaug. í landbúnaði og iðnaði eru notuð efni sem berast til skautanna og ganga þaðan í lífríki sjávarins. Að hluta setjast þau í fiskinn og fæðu hans. Sjávarspendýrin eru síðasti hlekkur- inn í þessar keðju og I þeim safnast þessi þrávirkuefni fyrir. Sjómannablaðið Víkingur 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.