Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Side 48
Rio Neira á hliðinni í skipalyftunni. Veltingur á þurru Þeim brá heldur en ekki í brún starfs- mönnum skipaviðgerðarstöðvarinnar Astican á Kanarí þegar verið var að taka upp í slipp túnfiskveiðiskip sem skráð er þar á eyjunni. Búið var að lyfta skipinu upp með skipalyftu þegar það skyndilega fór að halla og endað á hliðinni. Það heíúr svo sem sést hér á landi áður að skip hafi dottið á hliðina í lyftu eða slipp en þetta skip fór ALVEG á hliðina. Reyndar voru eyjaskeggjar fljótir að ná sér af sjokkinu því einungis tók fjóra daga að ná skipinu upp aftur en þetta var eina skipalyft- an sem stöðin hafði og mörg skip biðu á landi og annað eins á sjó eftir að komast upp. Þetta er aðalvertíð þeirra í skröpun og málningu skipa frá norðurslóðum því ekki er beint fysi- legt að leggja út í málningu þegar vetur stend- ur sem hæst á norðurslóð. To much! Það er ekki öll vitleysan eins í þessum heimi gagnvart aldamótaáramótum. Þegar klukkan sló 12 á miðnætti 31 desember sl. lá bandarískur kafbátur af Los Angelesgerð, U.S.S. Topeka, á miðjum dagbauginum og til að bæta um betur var hann einnig á miðbaug. Kafbáturinn var reyndar ekki ofansjávar held- ur á 400 feta dýpi og þessi staður er að sjálf- sögðu í Kyrrahafinu. Helmingur áhafnarinn- ar sem var 140 manns fagnaði því nýju ári meðan hinn helmingurinn var skilinn eftir einum sólarhring á eftir. Samkvæmt staðsetn- ingu kafbátsins þá upplifðu menn á þessu augnabliki mismunandi tíma, daga, mánuði, ár, heimshluta og árstíðir upplýsti upplýsing- arfulltrúi flotans. Það mátti nú ekki vera minna eða hvað. nýjum kaupskipastól en nokkur skip eru þó í burðarliðnum en verið er að leita eftir fjárfest- um til að hefja smíði á 4000 eininga bílaskipi til siglinga milli vesturstrandarinnar og Hawaii. Einnig eru þrjú skip í burðarliðum til Alaskasiglinga en tvö þeirra eiga að verja ekjuskip með 600 FEUís gámagetu og 200 bílaeiningum. Á næsta áratug er gert ráð fyr- ir að 35 ný skip bætist í bandaríska kaup- skipaflotann. NÝJAR ÁHERSLUR I SMYGLI Tollayfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að fjárfesta í 4 milljón dollara skanna sem mun geta fundið fólk sem hefur falið sig inni í gámum. Veruleg aukning hefur orðið á mannasmygli í gámum á undanförnum árum og hér áður fýrr var það bundið gámum sem voru opnir á toppi en á þessu hefur orðið breyting. Erfiðara gengur því að finna smygl- ið og því er lagt út í miklar fjárfestingar til að stemma stigum við þessari nýju smyglbylgju. Búist er við að búnaðurinn verið komin í notkun í byrjun næsta árs. NæSTUM ÞVÍ [ POTTINN Queen Elisabeth II, eða QEII, var nærri því komin í eigu grískra aðila rétt eftir að skipið var sjósett við bakka Clyde þann 20. september 1967. amkvæmt skjölum frá rík- isstjórn Bretlands sem gerðir voru opinberir snemma í síðasta mánuði, eftir að 30 ára leynd hafði hvílt á þeim, segir alla þessa sögu. Eigandi skipsins, Cunard skipafélagið, átti í verulegum fjárhagsörðuleikum á þessum tíma og einu möguleikar fýrirtækisins virtust vera að selja skipið úr landi, selja það til nið- urrifs áður en smíðin var komin of langt á veg eða að fá ríkislán á góðum kjörum. Nokkrum dögum fýrir sjósetningu skipsins aðvarðaði stjórnarformaður Cunard, Sir Basil Smallpice, ríkisstjórnina um að hann myndi óska eftir gjaldþroti og selja flota fýrirtækisins þar með talið skipin Queen Mary og Queen Elisabeth. Skipafélaginu hafði verið lofað láni upp á 17 milljón pund en smíðakostnaður- inn hafði rokið upp út öllu valdi, fýrst í 25 milljónir en síðan í 30. Það var svo Harold Wilson forsætisráðherra sem tókst að knýja fram 6 milljón punda lán til handa skipafé- laginu þannig að það gæti lokið við smíði skipsins. Ljóst er að ekki hefur orðið tap á rekstri skipsins því skipafélagið hyggur nú á endurnýjun QEII með nýsmíði. Geta haldið áfram á sjó Nú er að opnast leið fýrir skipstjórnarmenn í Konunglega flota hennar hádgnar að geta haldið áfram á sjó eftir að ferli þeirra líkur hjá flotanum. Gert hefur verið samkomulag milli varnamálaráðuneytisins og siglingamálaráðu- neytisins um mat á menntun og þjálfún flota- liðsins þannig að þeir geti farið í samskonar störf innan kaupskipaflotans breska. Mikil á- nægja er með þetta samkomulag sem að vísu nær einungis til skipstjórnamanna en búist er við því að þetta verði síðar heimfært á vélstjóra og ákveðna flokka undirmanna. Breytt útlit Fyrir þá sjómenn sem hafa horft á hin bláu og fallegu skip Mærsk skipafélagsins siglandi um heimshöfin þá er að verða svipbreyting á gámaskipum félagsins. A.P. Möller skipafé- lagið danska yfirtók bandaríska skipafélagið Sea-Land og 47 skipa félagsins sem nú hafa öll fengið Mærskstjörnuna í skorsteininn. Skip félagsins hafa verið kyrfilega merkt á síð- um með MAERSK LINE en nú verður breyting á því. Skipin 47 hafa fengið MA- ERSK-SEALAND málað á síður sínar og öll önnur gámaskip félagsins fá þessa nýju áletr- 48 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.