Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Síða 49
35 risatankskip voru rifin á síðasta ári. un á síður sfnar. Þetta eru miklar breytingar hjá risanum í gámaflutningunum enda er skipafélagið það stærsta í heiminum í dag. Maersk-Sealand En hvað skyldi þessi nýji risi í raun og veru vera stór. Skipafélagið á nú 110 skip sem geta flutt 400 þúsund TEUís, 40 skip eru þeir með á leigu sem hafa flutningsgetu upp á aðra 200 þúsund TEUís og að endingu þá eru 23 skip í smíðum sem munu geta flutt 100 þúsund TEUÍs. Skipafélagið hefúr því flutningsgetu upp á 600 þúsund einingar og 100 þúsund á leiðinni. Gámaeignin er rúm- lega þetta eða 700 þúsund þurrgámar, 75 þúsund frystigámar og 80 þúsund fletir. Við sameininguna urðu starfsmenn 3000 og er skipafélagið tvöfalt stærra en næst stærsta gámaútgerð heims Evergreen. Vantar nýjan völl Nú hafa kanarnir fengið nóg. Þeim finnast litlir peningar liggja eftir farþega af skemmti- ferðaskipum sem sigla um Karabíska hafið og nú hafa verið settar fram tillögur um að inn- heimtur verður skattur af hverjum farþega sem kemur með slíkum skipum til Miami. Því hagar þannig til að upphaf og lok flestra ferða um Karabíska hafið er frá Miami og þeir vilja sitt. Peningarnir sem eiga að fást fyr- ir þetta ætla þeir að nota til að fjármagna byggingu á hornaboltavelli sem á að kosta litlar 400 milljónir dollara. Það verða örugg- lega margir íslendingar sem taka því virkan þátt í þessari fjármögnun. PöTTURINN Ég hef haft þann sið á þessum síðum að birta tölur um niðurrif skipa á hverju ári og ekki verður neinn misbrestur á því að þessu sinni. Þar sem kröfúr stærstu olíuútflytjenda frá Persaflóa um hámarksaldur tankskipa sem fengju að sigla með farma þeirra hafa dæmt skip eldri en 25 ára úr leik þá hefúr reynst erfitt að finna þessum skipum önnur verkefni en að sigla beint í pottana. Á síðasta ári fóru 35 risatankskip (VLCC (Very Large Crude Carrier tankskip í stærðarflokknum 2 n 300 þúsund tonn) og ULCC (Ultra Large Crude Carrier tankskip stærri en 300 þúsund tonn) í niðurrif samanborið við 16 frá árinu á und- an. Til viðbótar voru 126 minni tankskip rif- in og samanlagt hljóðaði þetta upp á 16,5 milljón tonna. Það var helmings fækkun á niðurrifi flutningaskipa milli ára en 330 skip voru rifin á árinu 1999 samanborði við 673 árið 1998 en að stærð voru þessi skip um 11,5 milljón tonn. Allt f allt hurfu nærri 30 milljón tonn í pottana á síðasta ári aldarinnar (Það voru sem sagt aldamót hjá mér um síð- ustu áramót). Nýja Norröna Nú er ný Norræna að verða að veruleika því Smyril Line er búið að pantasmíði á 36 þúsund tonna ekjufarþegaskipi hjá Flens- burger Schiffbau. Það verður mikil eftirvænt- ing eftir skipinu því hér er á ferðinni hið glæsilegasta skip og á það eflaust eftir að auka verulega farþegaflutninga umfram það sem nú er. Haldið olíunni innanborðs Oft hefur verið sagt frá sektum varðandi þegar olía fer í sjó frá skipum en hér kemur ein slík til viðbótar. Skipstjóri á grísku olíu- skipi, Command, var sektaður um 500 doll- ara og meinað að koma til bandarískra hafna í þrjú ár eftir að um 3000 gallon af brennslu- olíu fóru í sjóinn undan San Francisco. Verið var að dæla milli tanka þegar óhappið varð en skipið var á alþjóða siglingaleið þegar þetta gerðist en olían rak á land við strendur Kali- forníu. Olían var rakin til Command eftir að prufur af ströndinni voru bornar saman við olíuna í tönkum skipsins. Hreinsun stranda kostaði yfir eina milljón dollara en gríska út- gerðin varð að borga 9 milljón dollara í sekt. Skortur á yfirmönnum Grikkir eru komnir í vanda vegna skorts á yfirmönnum. Þetta er ekki neitt einsdæmi heldur eru öll ríki f Evrópu sem standa frammi fyrir sama vandanum og einn daginn fer þetta að hafa veruleg áhrif hjá okkar litla kaupskipaflota. Á ráðstefnu sem haldin var nýlega í Aþenu kom fram að árleg endurnýj- unarþörf yfirmanna væri 2000 manns en ein- ungis 800 nýjir einstaklingar hefðu hafið nám, við þá sjö sjómannaskóla sem væru í landinu, á síðasta ári. Eiga ekki að sleppa Tveir þýskir útgerðarmenn eru aftur komnir fyrir dómstóla vegna ofhleðslu skips þeirra fýrir 10 árum síðan sem varð til þess að það sökk í Biskay flóa og með því 12 manna áhöfn. Feðgarnir Heinrich og Heiner Beutler ásamt fýrrverandi framkvæmdastjóra útgerð- arinnar áttu ekki von á að saksóknari myndi áfrýja dómsniðurstöðu sem kveðin var upp í desember 1997. Saksóknara þótti dómur þeirra vera allt of vægan enda fórst skip þeirra eins og áður sagði með allri áhöfn 12 mönn- um. f málshöfðun sinni sagði saksóknari að skipið hafði oft verið ofhlaðið áður en slysið varð og vill hann láta mennina sæta ábyrgð fýrir. Skipið sem hér um ræðir var árið 1964 smíðað fýrir Samband íslenskra samvinnufé- laga og hlaut það nafnið Mælifell. H Sjómannablaðið VIkingur 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.