Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 36
- enda stangast bannið á við hið opna markaðshagkerfi sem við búum við og er ríkjandi hjá öllum þjóðum sem við mið- um okkur við og höfum mest samskipti við. Á þessu eru þó vissulega undantekn- ingar og ber LÍÚ-forustan þar hæst; hún virðist alls ekki samstíga umbjóðendum sínum í þessu máli. Þátttakendur í pall- borðsumræðum á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var í október 2000, lýstu sig allir fylgjandi því að reglur um fjárfestingar útlendinga i ís- lenskum sjávarútvegi yrðu rýmkaðar og töldu reyndar að það væri forsenda þess að sjávarútvegsfyrirtækin gætu vaxið og dafnað í framtíðinni. Róbert Guðfinnson, stjórnarformaður SH og Þormóðs ramma - Sæbergs hf., telur að umræðan um þessi mál sé á miklum villigötum hér á landi: “Menn eru að gera því skóna að erlend stórfyrirtæki kæmu til íslands og gleyptu islensk sjávarútvegsfyrirtæki og notuðu þau síðan til hráefnisoflunar fyrir fiskvinnslur erlendis” (Fiskifréttir, 13. október 2000). Róbert leggur til að látið sé af þessari minnimáttarkennd. íslensk- ur sjávarútvegur er hátæknivæddur og fullkomlega samkeppnishæfur á alþjóða- vettvangi. Burt séð frá þessari umræðu má ætla að íslendingar myndu leggja töluvert upp úr því að ákvæði EES-samningsins um varanlega undanþágu frá fjárfesting- um útlendinga í sjávarútvegi yrði fest í aðildarsamningi og hefði þar stöðu frum- réttar eins og Rómarsáttmálinn. Það má slá því föstu að auðvelt yrði að fá tíma- bundna undanþágu en ólíklegt verður að teljast að krafa um varanlega undanþágu næði fram að ganga. Þó má benda á að í tengslum við EES-samningin héldu tals- menn Evrópusambandsins því fram, allt fram á síðustu stundu, að slik undanþága væri óhugsandi en sneru síðan við blað- inu. Jafnframt má benda á skýra undan- þágu sem Danir hafa varðandi fjárfesting- ar útlendinga í sumarbústaðarlöndum. í henni er kveðið á um að erlendir fjárfest- ar þurfi að hafa búið í Danmörku í a.m.k. 5 ár áður en þeir geti keypt sum- arbústað þar í landi. í aðildarviðræðum sínum fóru Norðmenn fram á að fá að halda ákvæði um að einungis norskir ríkisborgarar gætu átt fiskiskip gerð út frá Noregi. Evrópusambandið hafnaði þessari kröfu á þeirri forsendu að slíkt stangaðist á við þá grundvallarreglu sem bannar mismunun á grundvelli þjóðern- is. Norðmenn fengu tímbundna unda- þágu til þriggja ára, auk þess sem gefin var út sameiginleg yfirlýsing um nauðsyn þess að tryggja hagsmuni svæða sem byggja á fiskveiðum (sjá bls. 148-149). Af því sem hér hefur komið fram virð- ist því um þrjá kosti að ræða sem grund- völl í samningum um takmarkanir á tjár- festingum erlendra aðila í sjávarútvegi ef íslendingar kjósa að hefja aðildarviðræð- ur við Evrópusambandið: * Að fá varanlega undanþágu líkt og nú er að finna í EES-samningnum. * Að fá ótvírætt leyfi til að setja lög sem binda heimild til fjárfestinga í sjávarút- vegi við búsetu - svipað og danska sumarbústaðaákvæðið. * Að fá heimild til að setja lög sem kveða á um sterk efnahagsleg tengsl á milli útgerðar og vinnslu við heima- höfn skips en þessa lagaheimild hefur Evrópudómstóllinn túlkað vitt. II.II. „Kvótahopp” og kvótasvindl Að teknu tilliti til reynslu Norðmanna í aðildaviðræðum, túlkunar Evrópudóm- stólsins um efnahagsleg tengsl, niður- stöðu skýrslu þingnefndar neðri deildar breska þingsins og staðfestingar Elliots Morleys, sjávarútvegsráðherra Bretlands, á því að „kvótahoppið” sé alls ekkert vandamál þar í landi (sjá bls. 100) er óhætt að fullyrða að óttinn við umfangs- mikið „kvótahopp” í kjölfar inngöngu í Evrópusambandið er ástæðulaus. Sú staðreynd að ekkert sjálfstætt ríki i Evr- ópu er eins háð sjávarútvegi og ísland gerir það hins vegar að verkum að skilj- anlegt er að blátt bann hafi verið lagt við eignarhaldi útlendinga í þessari „stór- iðju” íslands. Á undanförnum árum hef- ur þó ýmislegt breyst í rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Stærstu fyrirtækin hafa verið að færast úr einkaeign yfir í opin almenningshlutafélög. íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki hafa jafnframt verið að fjárfesta í vaxandi mæli í erlendum sjáv- arútvegsfyrirtækjum, bæði á sviði veiða og vinnslu. Líklegt verður að teljast að þessi útþrá íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja komi til með að halda áfram í framtíðinni og aukast, ef eitthvað er, enn frekar eftir því sem hagræðing í greininni verður meiri. Það er því með öllu óvist hvort það þjóni framtíðarhagsmunum ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja að leggja nánast blátt bann við því að þau hafi að- gang að erlendu fjármagni. Á það jafnt við hvort sem ísland gerist fullgildur að- ili að Evrópusambandinu eða ekki. í áðurnefndri skýrslu utanríkisiráð- herra um stöðu Islands í Evrópusamstarfi kemur fram sú skoðun að [ejfstefnt væri að því að tryggja raunveruleg efna- hagsleg tengsl skipa, sem veiða úr ís- lenskum kvótum, við ísland er margt sem bendir til þess að gera verði veruleg- ar breytingar á fiskveiðistjórnunarkefinu. Undanfarin ár hefur mestöllum afla ís- lenskra skipa verið landað á íslandi. Ein- ungis hefur verið heimilt að landa fersk- um fiski á viðurkennda markaði í ESB. Ef ísland væri meðlimur yrði ekki hægt að takmarka landanir i öðrum höfnum í ESB í þetta miklurn mæli. Það myndi einnig eiga við um fullvinnsluskip sem hingað til hafa landað öllum sínum afla á íslandi. Slíkt fyrirkomulag myndi að sjálfsögðu geta leitt til þess að afla yrði landað í miklum rnæli erlendis sem ekki kæmi íslensku atvinnulífi til góða. Jafn- framt má gera ráð fyrir að erfiðara yrði [svo] hafa eftirlit með afla þessara skipa sem aftur leiddi til þess að fiskifræðingar hefðu lakari gögn til að byggja á ráðgjöf um leyfilegan heildarafla. [leturbreyting höfundar) (Utanríkisráðuneytið, 2000, bls. 236). Nú má vissulega segja að það sé afstætt hvað telst veruleg breyting á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Það er hins vegar mat höfundar að ekki þurfi að gera miklar breytingar á því til að tryggja efnahagsleg tengsl fiskiskipa við ísland sem veiða úr íslenskum kvótum ef til aðildar að ESB kæmi. Bretar gerðu engar verulegar breytingar á sínu fiskveiðistjórnunarkerfi þegar þeir settu lög um efnahagsleg tengsl fiskiskipa sem veiða úr breskum kvóta við Bretland. Lögin eru einungis viðbót við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem fyrir var og þau lög sem þegar giltu. Sé litið til bresku laganna, og þau heim- færð yfir á íslenskar aðstæður, verður ekki annað séð en að það sé ákaflega dúpt í árinni tekið að halda því fram að slík lög hefðu í för með sér “verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu”, eins og gert er í skýrslu utanríkisráð- herra. Varðandi fullvinnsluskipin þá ber þeim, samkvæmt 19. grein reglugerðar nr. 522, 18. ágúst 1998 um vigtun sjávar- afla, skylda til að landa öllurn afurðum sínum hér á landi. Við aðild að Evrópu- sambandinu myndi þessi kvöð heyra for- tíðinni til nema um það yrði sérstaklega samið. Fullvinnsluskipin, sem og önnur fiskiskip, yrðu bundin af þeim skilyrðum sem íslensk stjórnvöld settu þeim varð- andi efnahagsleg tengsl við ísland. í þessu sambandi ber að árétta það sem haft var eftir þeim Dierk Booss ogjohn Forman fyrr i þesssu riti (bls. 153) um að hvert ríki setji sín eigin lög, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Tilgangurinn með því að flytja ferskan fisk á erlendan markað er fyrst og fremst sá að fá hærra verð en mögulegt væri hér á landi. Full- vinnsluskipin eru hins vegar bundin af afurðaverði erlendis hvort sem þau landa hér á landi eða ekki. Ávinningurinn sem hugsanlega getur fylgt því að sigla er að íslenskar hafnir og þjónustuaðilar séu ekki samkeppnishæf við starfsbræður sína handan Atlantsála. Að auki myndi sá kostnaður sem felst í því að llytja af- urðirnar yfir hafið með flutningaskipum falla niður. Á móti kemur sá tími sem færi í siglinguna og tefur viðkomandi vinnsluskip frá veiðum. Sú atvinna sem fullvinnsluskipin skapa í landi snýst fyrst og fremst um þjónustu. Við aðild að ESB yrði því að öllum líkindum um aukna samkeppni og aðhald á því sviði að ræða. 36 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.