Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 50
ins. Skipið átti að fá nafnskírn við hátíðlega athöfn i New York þann 10. april en þá var skipið enn bundið við bryggju í Nor- egi. Dagsektirnar sem á Fosen hvíla eru litlar 8,8 milljónir á dag en langt verður í að þetta mál verði til lykta leitt þrátt fyrir að skipið hafi siglt. STCW - engin miskun Alþjóðasamþykktin STCW frá 1995 fer nú brátt að taka til út- gerða um heim allan. Þessi samþykkt stendur fyrir Menntun, skírteini, þjálfun og varðstaðu kaupskipasjómanna og erum við íslendingar aðilar að þessari samþykkt. Hún gekk í gildi 1. febrúar s.l. en ákveðið var að gefa skipum 6 mánaða aðlögun til viðbótar. Þessir 6 mánuðir virðast líða rnjög hratt en þau skip þar sem áhafnir uppfylla ekki þau skilyrði sem þessi samþykkt setur á þær hafa fengið aðvaranir frá hafnarríkiseftirlitsmönnum og þegar hafa 622 skip fengið slíkar aðvaranir. Ef einhverir skipverjar hafa ekki tilskilda menntun, skírteini eða þjálfun þá eiga þeir ekki að fá að starfa um borð í skipum fyrr en þessurn liðum hefur verið kippt í liðinn og þegar 1. ágúst lítur dagsins ljós munu skip ekki lengur fá aðvörun heldur verða þau sjálf- krafa kyrrsett. Það á einhverjum eftir að bregða í brún þegar að þessu kemur en sjómenn á kaupskipum hafa lært það að ekki verður hægt að fela sig gagnvart þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra þvi skipin eru einfaldlega kyrrsett og þar eru engar und- anþágur gefnar. á landi en þetta fyrirtæki hefur meðal annars verið í skipaút- gerð. Fyrirtækið hefur átt þrjú sementsflutningaskip sem hafa flutt framleiðslu þess vítt og breitt um Evrópu og einnig í Bandaríkjunum. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að hætta útgerð skipa sinna og einbeita sér að því að framleiða sement. Heyrst hefur að skipin verði seld til Noregs og mönnuð ódýrari áhöfn- um en yfir 40 danskir sjómenn munu missa vinnu sína. Hagn- aður fyrirtækisins á síðasta ári var sögulegur eða um 222 millj- ónir DKR. Það er ekki nema von að dönskum sjómönnum svíði þegar svona er komið. Sement á sjó Við íslendingar höfum loksins séð að það eru fleiri sem selja sement á íslandi en Sementsverksmiðjan á Akranesi. Aalborg Portland er danskt sementsfyrirtæki sem hefur skotið rótum hér (+1 SLYSflVflRNAFELAGlÐ LflNDSBJÖRG Sjómenn! Við óskum ykkur til hamingju með sjómannadaginn. Munið eftir því að tilkynna breytingar á símanúmerum til Tilkynningaskyldunnar. Hörmulegt slys varð þegar loka brast í þurrkví í Dubai. Hörmulegt slys Talið er að 34 hafi látist þegar loka í þurrkví i Dubai brast. Þurrkvíin, sem er númer tvö, getur tekið allt að 1 milljón tonna og voru í henni fjögur skip og einn borpaflur þegar slysið varð. Talið er að á milli 2 og 500 manns hafi verið að vinna í kvínni þegar slysið varð og sluppu margir á ótrú- legan hátt út úr kvínni. Ástæða þess að lokan brást var sú að prammi hafði lent utan í lokunni og stóð yfir viðgerð á henni þegar slysið varð. Risarnir koma aftur Fyrsta ULCC olíuskipið sem smíðað hefur verið í 20 ár hefur nýlega verið afhent eigendum sínum. Skipið Hellespont Alhambra á ekki glæsta siglingadaga framund- an en markaður fyrir svo risastór olíuflutningaskip er mjög erfiður um þessar mundir en ULCC eru skip sem eru stærri en 350.000 tonn að stærð. Það þykir all sér- stakt í þessu máli að leigutakinn Chevron Texaco borgar fyrir skipið 21 þúsund dollara á dag en rekstur og afborg- anir af skipinu er á milli 40 og 50 þúsund dollarar. Um þessar mundir er verið að afhenda útgerðinni systurskip sem er annað í röðinni af fjórum sem verið er að smíða. Þetta mætti kalla bjartsýnismenn í útgerð. C^enuum siomonnum oy (f/ölskijlditm (oeiua bestu kveð/uv á omanna- 'inn Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175 GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226 50 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.