Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 55
að áhættumati og tillögum til úrbóta. Helstu siglingaleiðir farþegaskipa og far- þegabáta verði metnar með hliðsjón af farsviði hvers skips og ákvarðað hvort þörf sé á að takmarka eða banna siglingu þeirra á tilteknum svæðum og/eða árs- ú'mum. Starfshópurinn geri viðbragðsá- ®tlanir vegna mismunandi neyðarað- stæðna hjá farþegaskipum á siglingaleið- úm þeirra við landið. Tímasetningar: Verkefninu verði lokið á árinu 2003. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Slysavarnaskóli sjómanna hefur fengið viðurkenningu Siglingastofnunar á náms- skrá fyrir námskeið í “neyðarstjórnun” og “hópstjórnun” og hafa slík námskeið þegar verið haldin. Námskeið verða haldin í þeim mæli að unnt sé að upp- fylla kröfur laga nr. 76/2001. Verkefni: 2.3 Úrbótatillögur vinnuhóps fram- kvæmdar o.fl. Framvinda verkefnis: Undirbúningur að áhættumati á sigl- higaleiðum er hafinn hjá Siglingastofnun. Verkefni: 2-2 Námskeið í stjórnun farþega á neyðarstundu. Markmið: Þekking og þjálfun áhafna farþega- skipa og fárþegabáta sé viðhaldið til að tryggja eins og unnt er öryggi við sigl- túgu með farþega í islenskum skipum. Staða mála: 1 lögum nr. 76/2001, um áhafnir ís- lenskra farþegaskipa og flutningaskipa er kveðið á um að áhafnir farþegaskipa sæki úámskeið um farþegaflutninga í skipum °g stjórnun mannfjölda á neyðarstundu sem skipulagt sé af sjómannaskóla í sam- ráði við Siglingastofnun. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Sjómannaskólar skipuleggi námskeið samkvæmt kröfum laga og reglugerða úm slíkt nám. Samstarfsaðilar: Útgerðir farþegaskipa og Siglingastofn- ún. Áaetluð fjármögnun: Námskeiðahald verði fjármagnað með þátttakendagjöldum. Tfamkvæmd: Áhafnir altra farþegaskipa og farþega- báta skulu hafa sótt námskeið í stjórnun útannfjölda á neyðarstundu eigi síðar en T júní 2002 og síðan verði haldin slík úámskeið að vori hvers árs fyrir nýja á- hainarmeðlimi og sem símenntun áhafna farþegaskipa. Setja þarf ákvæði í reglugerð um lög- skráningu að eftir 1. júní 2002 fái rétt- 'údamenn ekki lögskráningu á farþega- skip nema hafa farið á slíkt námskeið. Túnasetningar: Námskeið verði haldin í þeim mæli að únnt sé að uppfylla kröfur laga nr. ^6/2001. Markmið: Að bæta öryggi farþegaskipa og far- þegabáta með því að koma á og viðhalda skipulögðu fyrirkomulagi í öryggismál- um þeirra. Staða mála: Vinnuhópur starfsmanna Siglingastofn- unar og Slysavarnaskóla sjómanna gerði úttekt á öryggismálum í skipum með leyfi til farþegaflutnings og kynnti tillög- ur til úrbóta i byrjun árs 2000, þar sem staða mála var ekki í nægilega góðum farvegi. Þörf er á að taka öryggismál far- þegaskipa föstum tökum. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Siglingastofnun skipuleggur aðgerðir sem stuðli að bættu fyrirkomulagi örygg- ismála farþegaskipa. Samstarfsaðilar: Sjómannaskólar, útgerðir farþegaskipa, LHG, lögregla og lögskráningarstjórar. Áætluð fjárniögnun: Langtímaáætlun styrki verkefni um: 0,6 millj. árið 2001. 0,8 millj. árið 2002. 0,8 millj. árið 2003. Umfram kostnaður greiðist af Siglinga- stofnun og útgerðum farþegaskipa. Framkvæmd: 1. Eftirlit Siglingastofnunar með skipum og búnaði verði aukið, t.d. tvær skoð- anir á ári 2. Öryggisbúnaður farþegaskipa verði skoðaður og metinn sérstaklega 3. Áhafnamál séu metin og mönnun skoðuð m.t.t. ö-yggisþátta 4. Markvisst verði unnið að eflingu sjálfshjálpar meðal farþega 5. Farþegaskip og farþegabátar vinni samkvæmt gæðastaðli 6. í farþegaskipum haldi áhafnir æfingar með farþegum einu sinni eða oftar á sumri 7. Að öryggisplani sé viðhaldið og neyð- aráætlun sé stöðugt uppfærð miðað við áhöfn hverju sinni 8. Að lysandi merkingum við útgöngu- leiðir sé komið upp og þeim sé við- haldið 9. í farþegaskipum sé fjórblöðungur um öryggismál viðkomandi skips. Tímasetningar: Atriði 5 verði lögleitt fyrir 2003 og vinna að öðrum atriðum hefjist í lok árs- ins 2001. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Hluti jtessara verkefna verður framfylgt samhliða lögum nr. 76/2001, sem fjalla m.a. um menntun og þjálfun áhafnar, ör- yggismönnun og vaktstöður á farþega- skipum. Sett hefur verið reglugerð á grundvelli þeirra laga um vaktstöður urn borð í íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum nr. 599/2001 og gerðar hafa verið kröfur um að allir í áhöfnum farþegaskipa sæki námskeið um farþega- ilutninga með skipum og stjórnun mannfjölda á neyðarstundu, sbr. verkefni 2.2. í reglugerð nr. 666/2001 eru ítarleg ákvæði um smíði og búnað farþegaskipa í innanlandssiglingum sem taka allra nýrra farþegaskipa og gamalla farþega- skipa sem eru 24 metrar að lengd og lengri. Siglingastofnun mun efla þennan þátt eftirlits í aðalskoðunum og skipulagi skyndiskoðana. Rafvélaverkstæði Rafvirkjaþjónusta T Viðgerðir á mótorum ▼ Skipa- og verksmiðjuþjónusta ▼ Sérþekking og reynsla ▼ Heildstæðar lausnir og valið er einfalt Vatnagarðar 10 • 104 Reykjavík S: 570-0000 • Fax: 570-0017 • www.volti.is Sjómannablaðið Vtkingur - 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.