Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Síða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Síða 64
gerð eru út í atvinnuskyni. - Reglur um hvernig gengið sé frá stöð- ugleikagögnum. - Reglur um vatnsþétta niðurhólfun skips neðan og ofan aðalþilfars. - Gögn/ábendingar um stöðugleika skipa séu á íslensku og stöðluð. - Stöðugleikagögn fyrir smábáta - sér- stakt leiðbeiningarspjald um hleðslu (ath. 4.7 og 14.1). - Reglur um stöðugleikaprófun opinna báta. - Dyr og lúgur sem ekki má opna á rúmsjó á að merkja sérstaklega (ath. 4.7). - Könnun á stöðugleika opinna báta (ath. 14.3). - Hleðslumerki á bátum með mestu lengd allt að 15 metrum (ath. 13.). - (Ábyrgð vélaverkstæða, skipasmiðja og dráttarbrauta vegna breytinga á skipum.) Tímasetningar: Öllum nauðsynlegum verkefnum verði lokið á árinu 2003. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Innan Siglingastofnunar er verið að vinna að breytingum á reglugerð nr. 26/2000 um öryggi fiskiskipa sem felur það í sér að gildissvið reglugerðarinnar verður rýmkað i skip 15 metrar og lengri og taki einnig til gamalla skipa. Unnið er að gerð fræðsluefnis um stöðugleikamál. Hjá Siglingastofnun er verið að þróa stöðugleikagögn skipa með það að markmiði að gera þau einfaldari í notk- un fyrir skipstjórnarmenn. Jafnframt er stefnt að þvi að tengja þau upplýsinga- kerfi stofnunarinnar um veður og sjólag og verða þau aðgengileg skipstjórnar- mönnum þar. Verkefni: 11.1 Gæðastjórnunarkerfi séu notuð við skoðanir og eftirlit með skip- um 11.2 til 11.4 Öryggisstjórnunarkerfi séu notuð í öllum farþegaskipum og farþegabátum, við eftirlit með öryggi í höfnum, séu tekin upp i öllum íslenskum fiskiskipum o.fl- Markmið: Að bæta skilvirkni og einsleiti opin- bers eftirlits, sem og eftirlit einkaaðila með öryggisatriðum á stöðum sem þeir bera ábyrgð á. Staða mála: Siglingastofnun hefur undanfarin ár unnið að gæðastjórnunarkerfi fyrir stofn- unina sem stuðla á meðal annars að eins- leitari skoðun eftirlits í öllum umdæm- um. Mikilvægt er að þeirri vinnu miði vel áfram. Öryggisstjórnunarkerfi hafa verið að sanna gildi sitt við notkun á mörgum sviðum og því ætti að reyna notkun þeirra á öllum sviðum öryggis- mála sjófarenda. Abyrgð og umsjón með framkvæmd: Siglingastofnun hafi forgöngu með að skilgreina kröfur til öryggisstjórnunar- kerfa Samstarfsaðilar: Útgerðir farþegaskipa, SÍK, LÍÚ, hafnir og hafnasamlög og Ss Áætluð fjármögnun: Langtímaáætlun styrki vinnu að gerð örygg' isstjómunarkerfa á ýmsum sviðum um: 0,1 millj. árið 2001. 0,2 millj. árið 2002. 1,2 millj. árið 2003. Framkvæmd: Siglingastofnun ljúki vinnu við gerð gæðastjórnunarkerfis sem nær yfir starf- semi stofnunarinnar og skoðanir allra gerða skipa fyrir árslok 2002. Siglingastofnun skilgreini kröfur til ör- yggisstjórnunarkerfa í skipum og höfn- um á árinu 2002. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Unnið er að gerð gæðastjórnunarkerfa innan sjómannaskóla skv. lögum nr. 76/2001. Siglingastofnun mun hafa eftir- lit með að nám og kennsla í sjómanna- skólum uppfylli kröfur alþjóðasam- þykkta, þar á meðal kröfur um gæða- stjórnunarkerfi. Siglingastofnun er að leggja lokahönd á gerð gæðastjórnunarkerfis fyrir stofn- unina sem m.a á að leiða til einsleitari skipaskoðana og unnið er að öryggis- handbók fyrir hafnir. Verkefni: 13.1 Efla þarf skilvirkni og samstarf eftirlitsaðila 13.2 Skipuleggja þarf fyrirkomulag skyndiskoðana í íslenskum skip- um. Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu kveðjur á sjómannadegi f HÉÐINN = Stórás 6 • 210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 www.hedinn.is • hedinn@hedinn.is 64 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.