Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Síða 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Síða 66
Mörg atriði varðandi staðsetningu og frágang björgunar- og öryggisbúnaðar í skipum og í höfnum þarfnast skoðunar. Nauðsynlegt er að gera reglulega kannan- ir, úttektir og prófanir á ástandi og fyrir- komulagi öryggisbúnaðar og kynna fyrir málsaðilum niðurstöður og úrbótatillögur. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Siglingastofnun hafi forgöngu um að kannanir, úttektir og prófanir fari fram. Samstarfsaðilar: Allir sem að öryggismálum sjófarenda koma. Áætluð fjármögnun: Langtímaáætlun styrki þetta verkefni um: 0,5 millj. árið 2002 (af fjárfr. 2001) 1,0 millj. árið 2003. Framkvæmd: Setja þarf ákvæði í reglum þannig að hægt sé að standa vel að öllum könnun- um, úttektum og prófunum, ásamt ákvæðum ef þörf er á að krefjast breyt- inga á fyrirkomulagi öryggisbúnaðar. Dæmi um atriði sem þarfnast skoðunar: - Staðsetning björgunarbáta með losun- ar- og sjósetningarbúnaði. - Frágangur gúmmíbjörgunarbáta í skipum. - Staðsetning neyðarhandtalstöðva. - Stærðir og gerð björgunarbúninga sem valdir eru í einstök skip. - Staðsetning björgunarvesta og björg- unarbúninga - Gerð, staðsetning, uppfærsla og kynn- ing neyðaráætlana og öryggisplana. - Fyrirkomulag neyðarútganga í skip- um. - Staðsetning og fyrirkomulag hand- slökkvitækja í skipum - Stöðugleiki opinna báta. - Hálkuvarnir í skipum og á bryggjum og skóbúnaður sjómanna. - Vinnuaðstæður við toghlera, í renn- um, við frystitæki og í lestum. - Aðstæður við landgöngu úr skipum. - Öryggisbúnaður og aðstæður almennt í höfnum. Tímasetningar: Verkefni verði unnin eftir því sem fjár- hagur leyfir árin 2002 og 2003. 66 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.