Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 8
o 100 200 300 400 0 100 200 300 400
Fjariægö - Distance (m) Fjariægö -Distance (m)
3. mynd. Jarðvatnsstaða íHestmýri fyrir og eftirfyllinguframrœsluskurða. Niðurstöður frá
sniði II, sem liggur þvert yfir mýrina og skurðina þrjá semfylltir voru í október 1996. Til
vinstri eru sýndar niðurstöðurfrá þeim tíma sumars þegar vatnsstaðan er lœgst en til hœgri
frá hausti þegar hún er hœst. Skurðirnir voru í 20, 204 og 326 mfjarlœgðfráfyrstu holu á
sniðinu (0 m). - Water table depth along transect II in the mire at Hestur, before and after
filling ofthe drainage ditches. Results from middle of summer (left) and autumn (right). The
drainage ditches were 20, 204 and 326 mfrom thefirst sample point on the transect (Om).
megi árangur af aðgerðum. Þá um sumarið
voru gerðar áthuganir á jarðvatnsstöðu í
mýrinni, gróðri, fuglum og smádýralífi á
vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins, Fuglaverndarfélags íslands og Náttúru-
fræðistofnunar íslands. Ennfremur mældi
Hlynur Óskarsson (1998b) losun gróður-
húsalofttegunda í mýrinni. Þar var um að
ræða hluta af viðameiri rannsóknum hans á
áhrifum framræslu á mýrar á Vesturlandi.
í byrjun október 1996 voru skurðir í
mýrinni, alls um 2 km að lengd, fylltir með því
að ýta ruðningum ofan í þá með jarðýtum (2.
mynd). Sumarið 1997 var mælingum á jarð-
vatnsstöðu haldið áfram í mýrinni en aðrar
rannsóknir verða ekki endurteknar fyrr en
lengra er um liðið. Hér verður aðeins greint
frá niðurstöðum rannsókna á jarðvatns-
stöðu og gróðri í mýrinni.
Aðferðir
Jarðvatnsstaða og gróður var mældur á
þremur sniðum sem lögð voru þvert yfir
mýrina. Lágu sniðin 20 metra upp fyrir báða
skurðina sem liggja undir Götuási annars
vegar og Mávahlíðarmelum hins vegar og
afmarka svæðið (1. mynd). Á hverju sniði
voru boraðar holur til mælinga á jarðvatns-
stöðu. Alls voru holurnar 38 að tölu og voru
þær í 5-90 m fjarlægð frá skurðum. Flestar
voru holurnar á sniðinu sem liggur yfir mið-
hluta mýrarinnar (1. mynd). Sumarið 1996 var
jarðvatnsstaða mæld í mýrinni á tveggja til
þriggja vikna fresti frá seinni hluta júní fram í
miðjan september, en 1997 stóðu mælingar yfir
frá því um miðjan maí og fir am í októberbyijun.
Gróður var mældur á sniðunum upp úr
miðjum júlí 1996. V ar það gert í 20 reitum (10
m x 50 sm) sem allir lágu við holur þar sem
fylgst var með jarðvatnsstöðunni. Reitirnir
voru í 20-50 m fjarlægð frá framræslu-
skurðum (1. mynd). í hverjum reit var þekja
plöntutegunda ákvörðuð með sjónmati,
samkvæmt Braun-Blanquet-skala (Gold-
smith og Harrison 1976) í sex smáreitum (50 x
50 sm) sem lagðir voru út eftir slembitölum.
Allir reitir voru merktir vandlega með hælum
svo finna megi þá að nýju þegar mælingar
verða endurteknar.
Við úrvinnslu gagnanna var miðgildi þekju-
bils notað til að reikna þekju tegunda. Við töl-
fræðilega úrvinnslu og túlkun á gróðurgögn-
um var notuð íjölbreytugreining og var hnit-
unarforritinu DECORANA (Hill 1979) beitt til
að bera saman gróðurfar einstakra reita.
Plöntuheiti í greininni eru í samræmi við
Plöntuhandbókina (Hörður Kristinsson 1986).
6