Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 14
12. mynd. Kolavatn í Holtum. Vegskurðurinn sem rœsti vatnið liggur nœst því og sést útfallið sem stíflað var í júlí 1997 þar á milli. - Aerial photo of Kolavatn in southern Iceland, a 7 ha lake, drained in 1961. The lake was restored in 1997 by blocking an outlet between the lake and a drainage ditch. (Loftmynd 27.8.1995, © Landmœlingar íslands.) mjög mikið. Þornaði það upp flest sumur og var aðeins lítill tjamarblettur eftir (13. mynd). Áður hafði verið með veginum grunnur, handgrafinn skurður sem hafði lítil fram- ræsluáhrif. í kringum 1970 var grafinn annar framræsluskurður inn á mýrina um 400 m norðan við vatnið (13. mynd) og hefur það dregið úr vatnsstreymi inn á svæðið (Hall- grímurG. Axelsson, munnlegar upplýsingar). Aðstæður við Kolavatn með tilliti til endurheimtar voru kannaðar árið 1996 og voru þær taldar góðar. Fyrirhafnarlítið væri að stífla fyrir afrennsli úr vatninu sem fór um þröngan skorning út til vegarskurðarins. Hallgrímur G. Axelsson, bóndi í Þjóðólfs- haga II, tók þeirri málaleitan vel að endur- heimt yrði reynd og stiflaði hann útfallið úr vatninu í fyrri hluta júlí 1997 með því að ýta ofan í skorninginn á milli vatnsins og skurðarins. I lok júlí mátti sjá að vatn var tekið að safnast á gamla vatnsbotninn og var farið að vatna yfir hann er leið á ágúst. Eftir það steig vatnsborðið hratt og var vatnið orðið bakkafullt í byrjun október (14. mynd). Fremur úrkomusamt var á svæðinu seinni hluta sumars og fram á haust ef marka má veðurgögn frá Hellu, sem er 8 km suðaustan við Kolavatn. Einkum var það september sem skar sig úr og rigndi þá talsvert meira en að jafnaði í þeim mánuði (Veðurstofa fslands). Árangur af þessari einföldu aðgerð var því mjög góður við fyrstu sýn. Það á eftir að koma í ljós hvort vatn helst að jafnaði í Kolavatni yfir sumartímann. Ætla verður að það þorni að mestu upp í þurrum sumrum eins og fyrr á árum, og enn frekar nú en áður vegna framræslunnar í grennd við það. Engar rannsóknir fóru fram við Kolavatn á jarðvatnsstöðu og gróðri áður en útfallið var stiflað. Nokkrar upplýsingar eru til um fuglalíf á svæðinu hjá fuglafræðingum og áhugamönnum. Þær benda til að það hafi verið fremur fátæklegt og einkennst af mófuglum. Athuganir við vatnið haustið 1997 sýndu að grágæsir og stokkendur höfðu þá þegar vitjað þess (Jóhann Óli Hilmarsson 1998, skriflegarupplýsingar). Árið 1997 var annað grunnt smávatn endurheimt með einföldum aðgerðum eins 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.