Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 19
Heildarmyndiraf
ISLANDI
Frá því á fyrri hluta 20. aldar hafa
loftmyndir verið mikilvœgur þáttur
kortagerðar í heiminum. Með tilkomu
mynda frá geimförum og gervi-
tunglum fyrir rúmum þremur ára-
tugum bœttust við einstök gögn fyrir
margs konar kortagerð, vöktun og
umhverfisrannsóknir. Þau auðveld-
uðu yfirsýn og samanburð og gáfu
algerlega nýja möguleika.
jöldi gervilungla sveimar nú yfir
jörðinni og safnar á degi hverjum
miklum fjölda stafrænna gagna,
-------- meðal annars í formi mynda. Þær
eru mismunandi eftir tegund fjarkönnunar-
tækjanna sem í tunglunum eru og sýna mis-
Þorvaldur Bragason (f. 1956) lauk B.S.-prófi í
landafræði frá Háskóla Islands 1979 og 4. árs námi
í sömu grein frá sama skóla 1984. Hann starfaði
við Landsbókasafn íslands 1979-1980 en hefur
starfað hjá Landmælingum Islands frá 1980. Hann
varð deildarstjóri fjarkönnunardeildar LMI 1985
og forstöðumaður upplýsinga- og markaðssviðs
1996.
Magnús Guðmundsson (f. 1960) lauk B.S.-prófi í
landafræði frá Háskóla íslands 1983. Hann hefur
starfað hjá Landmælingum íslands frá 1983, lengst
af með aðalverkefni við stjórn loftmyndatöku af
landinu. Hann varð deildarstjóri fjarkönnunar-
deildar LMI 1996 og forstöðumaður framleiðslu-
sviðs 1997.
stór svæði, allt frá hálfri jörðinni niður í
nokkra ferkílómetra. Nákvæmni eða upp-
lausn gagnanna er yfirleitt því meiri sem
svæðið er minna. Til þess að fá sem
nákvæmust myndgögn af stórum svæðum
er hægt að tengja saman margar gervi-
tunglamyndir í sérhæfðum tölvubúnaði og
rétta þær upp í hnitakerfi með því að nota
kort og mælipunkta. Við það verða til
stafræn gagnasöfn sem nýtast meðal annars
í landfræðilegum upplýsingakerfum. Land-
mælingar íslands (LMÍ) hafa haft frumkvæði
að nokkrum verkefnum á þessu sviði og er
þessari grein ætlað að varpa ljósi á uppruna
og notkunarmöguleika þeirra stafrænu heildar-
mynda sem gerðar hafa verið af landinu.
■ FJARKÖNNUNARGÖGN
Fjarkönnun (remote sensing) er í víðasta
skilningi mæling úr fjarlægð án snertingar.
Notuð eru mælitæki, svo sem myndavélar
eða skannar, sem komið er fyrir í flugvélum
eða gervitunglum til könnunar á yfirborði
eða lofthjúpi jarðarinnar.
Með stafrænum gervilunglagögnum má
fá víðtækar upplýsingar, nt.a. um legu
fyrirbæra, eðliseiginleika yfirborðs og loft-
hjúps og um breytingar frá einum tíma til
annars. Gagna er oftast aflað samtímis í eins
konar lögum, svonefndum böndum, á af-
Náttúrufræðingurinn 68 (1), bls. 17-26, 1998.
17