Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 21
3. mynd. Snœfellsnes. Landsat-5 TM gervitunglamynd 221/15, bönd 3, 2, 1. Myndataka 7. ágúst 1987. Stcerð myndeininga er 30 x 30 m. Myndvinnsla: Landmœlingar íslands. ©ESA/LMÍ1995. Landkönnunartungl með fjölrása skanna byggja á endurkasti sólarljóssins. Stærð myndeininga, eða upplausn, í gögnunum er oítastábilinu 160x 160mtil lOx lOm.Þekkt- ustu og útbreiddustu gögnin í þessum flokki eru frá bandarísku Landsat-gervi- tunglunum, sem fyrst var skotið á loft árið 1972; hin fyrstu, af MSS-gerð (Multispectral Scanner), vom með 57 x 79 m myndeiningum en þau seinni, af TM-gerð (Thematic Mapper), með 30 x 30 m myndeiningum. Frönsku Spot-gervitunglin, sem fyrst fóm að taka myndir árið 1986, hafa safnað gögnum með annars vegar 20 x 20 m upplausn og hins vegar 10 x 10 m. Önnur gervitungl íþessum flokki em RESURS-1 og fleiri tungl í eigu Rússa og IRS-l í eigu Indverja. Nákvæmni gagna frá njósna- gervitunglum er mikil en myndirnar hafa af hernaðarlegum ástæðum ekki verið á almennum markaði fram til þessa, en gögn frá nýjum tunglum með meiri nákvæmni en áður hefur þekkst eru nú að verða fáanleg. Radartungl senda út og taka á móti endur- köstuðum radarbylgjum. í þessum flokki má nefna tungl eins og ERS-1 og ERS-2 í eigu Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA), JERS í eigu Japana og Radarsat í eigu Kanadamanna. Mikilvægur kostur við radar- tunglin er að þau geta numið upplýsingar í gegnum skýjahulu. ■ NOTKUN Notkun gervitunglagagna hefur reynst minni en áætlað var og kemur þar eflaust margt til. Víða um heim er nú unnið að því að auka notkun þeirra og má sem dæmi nefna að á þessu sviði stendur Evrópusambandið að verkefni sem nefnt er CEO (Centre for Earth Observation). Markmið þess er meðal annars að gera fjarkönnunargögn sýnilegri og aðgengilegri og hvetja til notkunar þeirra þar sem þau geta komið að gagni. Evrópusambandið og stofnanir á sviði um- hverfismála, t.d. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA), eru meðal stærstu notenda fjar- 19

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.