Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 23
5. mynd. Innrauð litmynd afíslandi. Stafræn frummynd er með 100 x 100 m myndeiningum. ©ESA/LMÍ1993. kjölfar þingsályktunar á Alþingi um „Kortlagningu gróðurlendis íslands" árið 1991 fékkst styrkur úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins til þess að fjármagna að hluta kaup á góðum tækjabúnaði og Landsat TM-gervitunglagögnum af öllu landinu. Þetta var forsendan fyrir gerð „Gróðurmyndar af íslandi“ sem prentuð var og gefin út árið 1993 (4. mynd). ■ ÞRJÁR STAFRÆNAR HEILDARMYNDIR Stærstu verkefnin hér á landi þar sem gervi- tunglamyndir hafa verið notaðar eru án efa samvinnuverkefni Landmælinga Islands, Landgræðslunnar og RALA um gerð gróðurmyndar af íslandi og verkefnið Jarðvegsvernd hjá tveimur síðastnefndu stofnununum. Þar hefur verið byggt á nánari úrvinnslu Landsat TM-gagnanna við gerð rofkorta af landinu (Ólafur Amalds o.fl. 1997). Árið 1991 voru keyptar 12 Landsat TM- myndir til þess að gera heildarmynd af landinu á stafrænu formi. Landsat-5 gervitunglið er í 705 km hæð yfir jörðu og fer eftir fyrirfram ákveðnum brautum yfir sama stað á jörðinni á 16 daga fresti. Gervitunglið er á svokallaðri pólbraut og því er aukin skörun á milli mynda úr aðliggjandi brautum þegar nær dregur pólunum. Skýjahula er mikil hér á landi og vaxtartími gróðurs stuttur. Til þess að ná skýjalausum sumarmyndum af öllu landinu þurfti gögn frá sjö ára tímabili, 1986-1992. Landsat TM-myndir eru á sjö aðgreindum „böndum“, sem hvert um sig nemur útgeisl- un á ákveðnum hluta rafsegulrófsins; þrjú eru á sýnilega hluta þess og fjögur á því inn- rauða. Myndirnar hafa 30 x 30 m upplausn og þekja í fullri stærð 185 x 185 km svæði. Með því að setja saman þrjú bönd á sýnilega sviðinu, þ.e. 1,2 og 3, má fá mynd í „eðlilegum litum“, en þegar sett eru saman 21

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.