Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 27
orkuvinnslu, sem lögð var
fyrir Alþingi árið 1994. Nokkrir aðilar hafa
einnig notað hluta úr myndunum við ýmis
verkefni(10. mynd).
Gróðurmyndin var prentuð og gefin út
árið 1993 í mælikvarða 1:600.000 og einnig
gefin út á disklingi. Hún er ennfremur
fáanleg á geisladiski. Þess má geta að
gróðurmyndin er í gagnagrunni um um-
hverfismál og landnotkun í Evrópu. Þeir sem
vilja nýta gervitunglagögn sérpanta þau og
fá þau afhent á geisladiskum eða öðrum
miðlum, á því formi sem hentar hverjum og
einum notanda.
■ STEFNUMÓTUN í
FJARKÖNNUN
Á tveimur síðustu áratugum hafa þrjár
opinberar nefndir fjallað um skipulag
fjarkönnunarmála á Islandi, gefið út skýrslur
og gert tillögur. Tvær fyrstu nefndirnar
störfuðu á vegum Rannsóknaráðs ríkisins
en sú síðasta, sem starfaði á vegum
umhverfisráðuneytisins, skilaði tillögum til
ráðherra í október 1997.
Uppbygging málaflokksins hefur ekki
gengið eins og eldri tillögur gerðu ráð fyrir,
einkum vegna þess að ekki fékkst fé til að
hrinda þeim í framkvæmd. Einstakar
Styrkur fyrir hluta kostnað-
ar við rannsóknarvinnu verk-
efnisins fékkst frá RANNÍS,
en annan kostnað greiddu
Landmælingar íslands. Til
þess að þekja allt landið í
fullri upplausn gagnanna
þurfti að kaupa fjórar Land-
sat TM-myndir til viðbótar.
Þegar randaeyðingu og
birtujöfnun var lokið á fjórum
böndum var heildarmyndin
sett saman úr 16 mynd-
hlutum frá tímabilinu 1986-
1994. Myndin var rétt upp
miðað við kort í mælikvarða
1:50.000 og nýtist hún til
ýmiss konar vinnslu land-
upplýsinga, náttúrurann-
sókna og kortagerðar (7.
mynd).
Notkun heildarmyndanna
hefur reynst minni en vænst
var í upphafi. Helstu notendur,
auk Landmælinga Islands, em
Landgræðsla ríkisins og
RALA, sem standa saman að
verkefninu Jarðvegsvemd. Þá
notar Orkustofnun svarthvítu
myndina í landupplýsingakerfi
sínu og hún var einnig notuð
til að vinna fjölda yfir-
litskorta í skýrslu um nýtingu
innlendra orkulinda til raf-
10. mynd. Framsetning upplýsinga á gervitunglamynd af
Hólasandi. Unnið hjá Landmœlingum íslands fyrir
Landgrœðslu ríkisins. © ESA/LMÍ1995.
25