Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 28
stofnanir, eins og þær sem hér hefur verið fjallað um, hafa þrátt fyrir það unnið að afmörkuðum verkefnum. I skýrslu nefndar umhverfisráðuneytisins, „Stefnumótun í fjarkönnun á íslandi“, koma fram tillögur um skipulag fjarkönnunarmála og hvernig hagkvæmast verði að sinna brýnum verkefnum á sviði umhverfisvökt- unar og náttúrurannsókna með fjarkönnun- artækni. Þar segir meðal annars: „Úrbætur á þessu sviði varða þjóðarhag og eru for- senda þess að rannsóknir og eftirlit með umhverfi okkar verði í samræmi við kröfur samtímans og þá tækni sem völ er á.“ ■ LOKAORÐ Þegar til lengri tíma er litið er brýn nauðsyn á að viðhalda stafrænu heildarmyndunum með nýjum gögnum, þannig að fylgjast megi með breytingum á landi og nýta myndirnar í ýmsum hagnýtum verkefnum. Notagildi heildarmyndanna af íslandi tengist mjög stafrænum kortum. Samhliða uppbyggingu fjarkönnunarmála hér á landi á næstu árum er nauðsynlegt að styrkja kortagerð og fá ný stafræn kort af landinu í ýmsum mæli- kvörðum. Á næstu árum er fyrirsjáanleg fjölgun gervitungla sem munu afla nákvæmari og fjölbreyttari gagna en hingað til hafa þekkst. Nauðsynlegt er að fylgjast reglubundið með því hvað til verður af gögnum um ísland, kynna notkunarmöguleika mismunandi gagna og miðla mikilvægum u'pplýsingum til notenda. ■ heimildir Konecny, Gottfried 1995. Data Acquisition for Mapping and Map Updates using Terrestrial, Airborne and Spaceborne Methods. Cam- bridge Conference for National Mapping Or- ganisations 1995. 24 bls. Olafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson & Amór Árnason 1997. Jarð- vegsrof á Islandi. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 157 bls. Stefnumótun í fjarkönnun á fslandi 1997. Greinargerð og tillögur nefndar umhverfis- ráðuneytisins. 21 bls. Þorvaldur Bragason & Magnús Guðmundsson 1991. Gervitunglamyndir af íslandi í um- hverfisrannsóknum og kortagerð. Arkitektúr og skipulag 12. 87-90. Þorvaldur Bragason, Magnús Guðmundsson & Hans H. Hansen 1994. Þrjár stafrænar gervi- tunglamyndir. Fjarkönnun 6. 1-2. Þorvaldur Bragason, Magnús Guðmundsson & Þórir Már Einarsson 1995. Stefnumótun í fjarkönnun á íslandi. Greinargerð unnin fyrir umhverfisráðuneytið. Landmælingar íslands. 30 bls. Þórir Már Einarsson 1996. Tvær stafrænar heildarmyndiraf íslandi. Tækniskýrsla. Land- mælingar íslands. 43 bls. PÓST- OG NETFÖNG HÖFUNDA Þorvaldur Bragason Landmælingar íslands Laugavegi 178 105 Reykjavík thorvald@lmi.is Magnús Guðmundsson Landmælingar íslands Laugavegi 178 105 Reykjavík maggi@lmi.is 26

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.