Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 39
HARALDUR OLAFSSON VlNDSTRENGIR OG SKJÓL VIÐ FJÖLL Ungmennafélagsveðrið 14. júlí 1990 Með aðstoð reiknilíkans er gerð grein fyrir vindstreng sem myndaðist sunnan og suðvestan undir Esju þann 14. júlí 1990. Veðrinu er lýst og er það tengt jjalllendi sem suðaustanáttin gat ekki klifið sökum lítils hitafalls með hæð. Þess í stað myndaðist vindstrengur þar sem loftið leitaði framhjá fyrirstöðunni. Ólíkt óveðri í Kverkfjöllum, sem lýst er í 3.-4. hefti 66. árg. Náttúrufræðingsins, myndast þessi vindstrengur þar sem vindur blœs samsíða fjallgarði. Tilurð vindstrengja af þeirri gerð, sem og skjóls, er útskýrð m.a. með tilvísun í straum loftmassa sem lesa má úr veðurkortum. í framhaldi af reiknitilrauninni er meðalvindhraði í ýmsum áttum á Þingvöllum borinn saman við meðalvindhraða á öðrum veðurstöðvum suðvestan- lands. Raunverulegt veður á íslandi hefur ekki áður verið reiknað með þeirri nákvœmni sem hér er viðhöfð. ■ ÓVEÐRIÐ Hinn 14. júlí 1990héldu ungmennafélögin landsmót í Mosfellsbæ (1. mynd). Um hádegi er kaldi af suðaustri, léttskýjað og fremur hlýtt í veðri. Er líður á daginn vex vindur og sandur og mold rjúka upp í hviðum. Um fimmleytið hvessir fremur snögglega og er þá ekki lengur stætt. Tjöld taka að fjúka og tjaldvagnar takast á loft og berast með vindi. Með kvöldinu lægir svo aftur. Haraldur Ólafsson (f. 1965) lauk cand.mag.-prófi við Óslóarháskóla 1986, cand.scient.-prófi í veður- fræði við sama skóla 1991 og doktorsprófi við Háskólann í Toulouse í Frakklandi 1996. Haraldur starfar á Veðurstofu íslands. Hann hefur kynnt veðurfregnir í sjónvarpi og rekur Rannsóknastofu í veðurfræði. Þetta sama síðdegi hvessti víðar við Kollafjörð. Við Veðurstofuna í Reykjavík mældust mest 9 vindstig og á Skrauthólum á Kjalarnesi mældust 8 vindstig. Mesta vindhviða í Reykjavík var 31 m/s (61 hnútur). Ekki er venja að að mæla vind- hviður á þann vindstigakvarða sem notaður er fyrir meðalhraða vinds í 10 mínútur, en 31 m/s jafngildir 11 vindstigum ef um 10 mínútna meðalvind væri að ræða. Á Skrauthólum var mesta hviða 27 m/s (52 hnútar), sem á sama hátt samsvarar 10 vindstigum. Á nærliggjandi veðurstöðvum suðvestanlands var að jafnaði mun minni vindur. Á Heiðarbæ í Þingvallasveit, Reykjanesvita og Eyrarbakka voru til dæmis ekki nema 6 vindstig þrátt fyrir að á tveimur síðarnefndu veðurstöðvunum standi suð- austanáttin af hafi, sem veitir vindi minna viðnám en land. Náttúrufræðingurinn 68 (1), bls. 37-46, 1998. 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.