Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 41
2. mynd. Landslag og helstu örnefni sem við sögu koma ásamt meginleiðum loftsins við yfirborð jarðar. - The topography of SW-Iceland and a schematic overview ofthe surface airflow. bærilegir reikningar verið gerðir á staðbundnu veðri á íslandi fyrr. Reiknað er í 40 hæðarflötum, sem ná frá yfirborði jarðar upp í 20 km hæð. Af flötunum 40 eru 18 undir lOOOmetrum. Upphafsgildi hita, vinds og raka eru sniðin eftir gildum úr háloftaathugun yfir Keflavíkurfiugvelli á hádegi 14. júlí 1990. Eru þau gildi óbreytt á jaðri reiknisvæðisins, en að öðru leyti lagar loftstraumurinn sig að landslaginu. Reiknað er með svigkrafti jarðar, sem stundum er nefndur Coriolis- kraftur, og raunhæfu viðnámi við jörð. 3. mynd sýnir vind við yfirborð jarðar sem blásið hefur í 1 klst. Á þeim tíma ferðast loftögn við yfirborð yfir hálft reiknisvæðið og straumurinn er stöðugur að því marki sem vindar við fjöll geta orðið stöðugir. Örvarnar sýna í senn stefnu og styrk vindsins; því lengri sem örvarnar eru, því hvassara er. Margt vekur athygli á mynd- inni. Greinilegt er að vindur er meiri yfir Reykjanesfjallgarðinum, Esju og fjöllunum norðaustur af henni en víðast hvar á láglendi. Á það fyrst og fremst rætur að rekja til þess að vindur jókst töluvert með hæð þennan dag, og er því ekki nema að litlu leyti um áhrif landslags og samspil þess við 39

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.