Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 47
ýkta mynd af því hversu skjólgóðir þeir staðir eru í suðaustanátt. Vindmælingarnar á Þingvöllum benda þó til að þar sé suð- austanáttin að jafnaði hægari en víðast annars staðar. Við túlkun hins reiknaða vinds verður einnig að hafa í huga að reikningar á áhrifum viðnáms við jörð fela í sér ýmsar nálganir, og er m.a. ekki tekið tillit til áhrifa mismunandi gróðurs á vindinn. Fjallað er um áhrif viðnáms á vindstrengi í annarri grein höfundar (Haraldur Ólafsson 1997a). Af því sem hér er greint frá má ráða að tiltölulega hlýtt loft í og yfir fjallahæð myndi hagstæð skilyrði fyrir vindstrengi við fjöll. Spyr þá lesandinn sig hvernig hann geti sjálfur ráðið í líkur á að vindstrengir myndist, séu hitamælingar í háloftunum ekki til taks. Má þá fyrst nefna að veðurathug- unum á fjöllum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Auk þess sem lesið er í útvarp er ýmsar upplýsingar að finna í textavarpi, á alneti og í svarsímum Vegagerðar og Veður- stofu. Annar fylgifiskur lítils hitafalls með hæð er hár hiti á láglendi hlémegin fjalla. Skýrist hann af því að hið svala loft við yfirborð leitar framhjá fjöllunum vindmegin, en þess í stað streymir hlýrra loft úr efri loftlögum niður á láglendið hlémegin. Á leið sinni niður á við eykst þrýstingur þess og það hlýnar enn frekar. Umræddan júlídag var hlýtt á landinu, einkum þó hlémegin fjalla. Hámarkshiti dagsins var víða 22-24 stig fyrir norðan og á Hvanneyri í Borgarfirði, sem telst hlémegin fjalla í suðaustanátt, mældist mestur hiti 20,3 stig. ■; HVENÆR MYNDAST HITAHVÖRF SEM DUGA TIL AÐ SKAPA STERKA VINDSTRENGI? Lítið hitafall með hæð er ekki óalgengt á íslandi, en þennan dag lækkaði hiti minna með hæð en oftast er raunin. Að sumarlagi myndast hitahvörf í fjallahæð með þeim hætti að hlýtt loft streymir úr suðri til íslands. Á leiðinni kólnar og þyngist neðsti hluti loftmassans vegna snertingar við svalt 9. mynd. Veðurkort frá hádegi 14. júlí 1990. Hitaskil eru rauð og kuldaskil blá. Yfir Islandi er hlýr lofimassi, kominn úr suðaustri. - Synoptic weather chart on 1200 UTC14 July 1990. A warm and stable airmass is over Iceland. úthafið. Sökum þess hversu þungt yfirborðsloftið er blandast það lítt hinu hlýja og létta lofti, sem flýtur ofan á líkt og olía á vatni. Er loftmassinn kemur að ströndum Islands leitar hið þunga yfirborðsloft framhjá fjalllendinu og hlýja loftið streymir niður hlémegin. 9. mynd sýnir veðurkort frá hádegi 14. júlí 1990. Á því má sjá að veðurlagið kemur heim og saman við aðstæður sem leiða til myndunar hitahvarfs neðarlega í veðrahvolfinu. Hlýtt loft á undan kuldaskilum og á eftir hitaskilum streymir úr suðaustri yfir Island. Að vetrarlagi er sjórinn að jafnaði hlýrri en andrúmsloftið og stuðlar því ekki að myndun hitahvarfa með sama hætti. Þess í stað er algengt að hitahvörf myndist yfir landinu þegar hlýtt loft kemur með lægðum úr suðri, en vindur er ekki nægur til að blása burt köldu vetrarloftinu sem liggur við yfirborð jarðar, einkum í dölum og innsveitum. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.