Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 68
10. mynd. Mat á styrk sjávarœttaðs klórs í vatni á tilteknu jarðhitasvœði. Gögnin erufrá
Hreppum og Landi á Suðurlandi. Punktar tákna vatn sem inniheldur meira sjávarættað
klór en svo að það geti allt verið komið frá úrkomu. Hluti klórins íþessu vatni hlýtur því að
vera œttaðurfrá jarðsjó.
sigið inn í berggrunninn.
Utskýra má línuritið á 9. mynd frá öðru
sjónarhorni: Upphaflega inniheldur úrkoma
klór og bór eins og punkturinn á myndinni
gefur til kynna. Þegar úrkomuvatnið sígur
niður í jörðina fer það að leysa klór og bór út
úr berginu í ákveðnu hlutfalli og við það
færist punkturinn út eftir heildregnu línunni
á myndinni, þeim mun lengra sem
útskolunin er meiri.
10. mynd sýnir hvernig nota má mörg sýni
af köldu og heitu vatni af tilteknu jarðhita-
svæði til að meta hlut sjávarættaðs klórs í
jarðhitavatninu. Gögnin eru frá Hreppum og
Landi á Suðurlandi. Flestir gagnapunktarnir
(hringir) fyrir jarðhitavalnið og kalda vatnið
liggja nálægt beinni línu (heildregna línan).
Halli þessarar línu svarar til hlutfalls klórs
við bór í bergi því sem vatnið hefur farið um,
eða öllu heldur hlutfalls þess klórs við bór
sem skolast út úr berginu. Línan sker línu
fyrir klór/bór-hlutfall í sjó (punktalína) við
nálægt 12 mg/1 klórstyrk, þ.e. styrkur sjávar-
ættaðs klórs í jarðhitavatninu er nálægt 12
mg/1. Þetta gildi er mjög svipað og í stað-
bundinni úrkomu. Sum jarðhitasýnin á 10.
mynd sýna talsvert hærri gildi á styrk sjávar-
ættaðs klórs. Þessi sýni eru sérstaklega
inerkt með fylltum hringjum Eitt þeirra
inniheldur um 27 mg/1 af sjávarættuðu klóri,
sbr. slitnu línuna. Þetta gildi er hærra en svo
að líklegt geti talist að sjávarættaða klórið sé
allt komið frá úrkomunni, sbr. 7. mynd.
Líklegt verður að teljast að hluti hins
sjávarættaða klórs í þessu vatni sé kominn
frájarðsjó.
ÍSETT KENNIEFNI
Rennsli grunnvatns innan jarðhitasvæða
hefur verið kannað með því að setja
kenniefni niður í eina borholu og fylgjast
síðan með því hvenær og í hve miklu magni
kenniefnið skilar sér með vatni eða gul'u sem
streymir frá öðrum borholum. Mörg
kenniefni hafa verið notuð fyrir slíkar
athuganir (Adams, 1995). Má þar nefna
66