Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 70

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 70
Fréttir VÍSINDIN í ÞJÓNUSTU RÉTTVÍSINNAR í fylgiriti með New Scientist 4. október 1997 er fjallað um ýmsar vísindaaðferðir sem standa rannsóknalögreglusveitum nútímans til boða. í einni grein í ritinu er greint frá því hvernig komið var upp um þjófnað á tölvum. Framleiðandi í Texas sendi allstóra sendingu af tölvum til Argentínu. En þegar kaupandinn opnaði kassana komu í ljós lileðslusteinar úr steinsteypu í stað vélbúnaðarins. Ófrómir menn höfðu einhvers staðar á leiðinni skipt á upphaflegu innihaldi umbúðanna og múrsteinum. Yfirvöld fengu sér til liðsinnis Skip Palenik, en hann þykir einn fremsti sérfræðingur heims í greiningu á snefilefnum á stöðum þar sem afbrot hafa verið framin og stýrir nú fyrirtæki á þessu sviði í Illinois. Þar eru að sjálfsögðu fullkomnar smásjár og önnur rannsóknatæki sem gagnast mega í baráttunni við bófana, en auk þess hefur Palenik dregið saman víða að safn sýna af jarðvegi, plöntum, frjókornum, trefjum, málningu, viði, pappír og öðru sem nýtist honum við að rekja slóð glæpamanna. Steinsteypa er þannig gerð að blandað er sementi og vatni við sand og möl eða önnur jarðefni sem yfirleitt eru fengin nærri upprunastað steypunnar. Palenik komst að þvf að sandkornin í steyptu klossunum voru öll af svipaðri stærð. Þetta er einkenni á fjörusandi, þar sem bylgjurnar raða sandkornunum eftir stærð. Sandur innan úr landi er yfirleitt úr mjög misstórúm kornum. Við það bættist að rafeindasmásjárskoðun á sandkornunum í steypunni leiddi í ljós þrístrend för eins og koma fram þar sem brim rótar saman sandkornum. Ljóst þótti því að sandurinn í steypuna hefði verið sóttur í fjöru. En hvar? Efnagreining leiddi í Ijós að sandurinn var trúlega mylsna úr myndbreyttu bergi, og grein- ing á samsetningu slíks bergs sem olíufélög höfðu látið vinna fyrir miðja þessa öld benti eindregið til þess að sandurinn væri fenginn úr sunnanverðu Flórída. Vitað var að tölvusendingin hafði farið um flugvöllinn í Miami á leið til Argentínu, og viti menn: Steyptir hleðslusteinar, nákvæmlega eins og látnir voru í staðinn fyrir tölvurnar, fundust á byggingarsvæði á fjugvellinum. Með allri þessari vitneskju tókst lögreglunni fljótlega að fletta ofan af þjófagengi þar sem meðal annarra störfuðu menn er unnu að farangurshleðslu á flugvellinum. Örnólfur Thorlacius endursagði. BINDINDISSÖM BÍLTÖLVA Samsung í Kóreu hefur hannað bíltölvu sem hefur vit fyrir blautum bílstjórum. I mælaborði bifreiðarinnar er raddgreinir sem tekur við skipunum frá ökumanni, svo sem “Farðu í gang”. I minni tölvunnar er geymt sýni af rödd mannsins sem hann hefur lesið allsgáður. Þegar hann ávarpaj' kerfið ber það ávarpið saman við þetta sýni og leitar að drafi í röddinni. Ef allt er í lagi ræsir tölvan bílinn. En ef ekillinn greinist drukkinn minnir talgervill hann á skaðsemina af ölvunarakstri. Og bíllinn fer ekki í gang fyrr en runnið er af manninum. New Scientist 6.6.1998. Örnólfur Thorlacius tók saman. 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.