Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 73
Skýrsla formanns
Formaður félagsins, Freysteinn Sigurðsson,
flutti skýrslu um starfsemi félagsins á árinu
1996. Nokkur fækkun varð í félaginu á árinu
og er það líklega að einhverju leyti tengt
töfum sem urðu á útgáfu Náttúrufræðings-
ins, en hann er nánast það eina gagn sem
þorri félagsmanna hefur af þátttöku sinni í
félaginu. Þó kemur þar einnig til síaukið
framboð á allskonar fræðsluefni um náttúru-
fræði og náttúruskoðun utan félagsins, auk
stóraukins framboðs á skemmtan og
afþreyingu, jákvæðu félagsstarfi og öðru
því sem skilur eftir færri tómstundir hjá
almenningi fyrir þátttöku í HÍN. Starfsemi
félagsins var annars með hefðbundnu sniði.
Fræðslufundir og fræðsluferðir hafa mælst
mjög vel fyrir hjá þeim sem þeirra hafa notið.
Bóksala félagsins hefur dregist saman og
tilraunir HÍN til að greiða fyrir útgáfu
náttúrufræðilegs fræðsluefnis með því að
koma á samvinnu stofnana og fagfélaga
mættu ótrúlega víða áhugaleysi, þó undir-
tektir væru mjög góðar hjá nokkrum aðilum.
Fjárhagur félagsins var nokkuð þröngur
og setti það starfseminni vissar skorður,
auk þess sem æ minni tími er aflögu hjá
mörgum til sjálfboðastarfa fyrir félagið,
m.a. af ástæðum sem fyrr eru greindar.
HÍN hefur tekist á undanförnum árum að
skapa sér vissan sess og gott orð margra í
umfjöllun um unthverfis- og náttúru-
verndarmál, með einarðri og öfgalausri
afstöðu sinni. Náttúra landsins hefur
verið umfjöllunarefnið og aukin þekking á
henni, aukin almannafræðsla um hana og
umfjöllun um nýtingu hennar og vernd á
náttúrufarslegum forsendum hafa verið
viðmiðanir félagsins. Skynsamleg og
rökstudd náttúruvernd hefur verið
markmið, en nýtingu auðlinda náttúrunnar
ekki heldur verið hafnað, meðan sú nýting
er innan hóflegra marka og stunduð af
skynsemi, með eðlilega og æskilega
varðveislu og mótun náttúru landsins að
leiðarljósi. Þessi hófsömu skynsentis-
viðhorf virðast njóta sívaxandi fylgis í
þjóðfélaginu, á kostnað öfgahyggju í hvora
átlina sem er, lil arðránshyggju eða ofur-
verndar. Því er ekki ástæða til annars fyrir
HIN en að fylgja áfram markaðri stefnu á
þessari braut.
Reikningar félagsins
Gjaldkeri félagsins, Kristinn Albertsson,
kynnti reikninga félagsins fyrir árið 1996 og
voru þeir samþykktir án athugasemda.
Gjaldkeri upplýsti að framsetning reikninga
félagsins væri nú nokkuð breytt frá því sem
áður var, í samræmi við breyttar kröfur. Velta
félagsins var tæpar 5 millj. kr., fé í sjóði tæpar
3 millj. kr., eignir umfram skuldir (að
meðtöldum útistandandi kröfum og metnum
birgðum) rúmlega 5 millj. kr. og rekstrar-
afgangur án fjármagnsliða um 1 millj. kr. Á
það er að líta að verulegt fé er í raun bundið
vegna óútgefinna hefta af Náttúru-
fræðingnum og því ekki frjálst til ráð-
stöfunar. Fjárhagur félagsins er því nokkuð
þröngur, þó að hvergi nærri verði hann
kallaður slæmur. Árgjald var 3.300 kr. fyrir
einstaklinga, árgjald hjóna var 3.900 kr. og
árgjald ungmenna að 23 ára aldri (skóla-
félagaárgjald) 2.200 kr.
Dýraverndarrád
Fulltrúi HÍN í Dýraverndarráði, Páll Her-
steinsson, gat ekki mætt á fundinn og var
því skýrslu hans frestað án mótmæla
fundarmanna.
Stjórnarkjör
Úr stjórn áttu að ganga Hreggviður
Norðdahl (varaformaður) og Sigurður S.
Snorrason (meðstjórnandi). Hreggviður gaf
kost á sér til endurkjörs en Sigurður ekki. I
hans stað stakk stjórn HIN upp á Hilmari J.
Malmquist. Voru þeir Hreggviður og Hilmar
kjörnir án mótatkvæða. Að tillögu stjórnar
HÍN var Helgi Guðmundsson endurkjörinn
sem varamaður í stjórn og með honum kjörin
sem varamaður Hólmfríður Sigurðardóttir.
Endurskoðendur voru að tillögu stjórnar
endurkjörnir Tómas Einarsson og Kristinn
Einarsson og Arnór Þ. Sigfússon sem vara-
endurskoðandi.
ÖNNUR MÁL
Fram voru lagðar átta tillögur til ályktunar
frá stjórn HIN. Urðu nokkrar umræður um
71