Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 76

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 76
Háskólans, eins og verið hefur um langt árabil. Haldnir voru sex íundir. Fundarsókn var að meðaltali tæplega 60 manns, sem er nokkru minna en 1995, en þá var fundarsókn með almesta móti. Fyrirlesarar og erindi voru sem hér segir: 29. janúar: Magnús Már Magnússon jarð- eðlisfræðingur: Um snjóflóð og snjóflóðavarnir. Fundinn sóttu 59 manns. 26. febrúar: Hallgerður Gísladóttir sagn- fræðingur: Eldun - matur - náttúra. Fundinn sóttu 72 manns. 25. mars: Kristján Geirsson jarðfræðingur: Fagradalsmegineldstöðin í Vopnafirði. Fundinn sóttu 60 manns. 29. apríl: Gunnar Freysteinsson skóg- fræðingur: Vaxtarhraði nokkurra trjátegunda á Islandi. Fundinn sóttu 42 manns. 28. október: Hólmfnður Sigurðardóttir líf- fræðingur og Þóroddur F. Þóroddsson jarðfræðingur: Mat á umhverfisáhrifum. Fundinn sóttu 40 manns. 25. nóvember: Oddur Sigurðsson jarð- fræðingur: Jöklar taka á rás. Fundinn sóttu 69 manns. Fundir þessir voru kynntir í dagskrám dagblaða og útvarps og kann HIN fjöl- miðlum þessum bestu þakkir fyrir þann greiða. Háskóla Islands er þakkað fyrir greið afnot af fyrirlestrasalnum í Odda og húsráð- endum þar fyrir vandaða þjónustu við undirbúning funda. ■ FRÆÐSLUFERÐIR OG NÁMSKEIÐ Farnar voru fjórar ferðir, þar af þrjár í samvinnu við Ferðafélag íslands. Fyrir- huguð sólstöðuferð féll niður vegna forsetakosninga, sem voru samtímis. Langa ferðin var farin 25.-28. júlí á Strandir og í Isafjarðardjúp. Þátttaka í ferðum var svipuð og árið áður. Leiðbeinendur voru alls níu í þessum ferðum, auk fararstjóra. Auk þess voru haldin tvö námskeið um náttúrufræði en eitt fyrirhugað námskeið féll niður. Þátttaka í ferðunum var viðunandi og þóttu þær almennt takast vel. Leiðsögumönnum er þakkað fyrir góðan undirbúning og ljósa kynningu. Guðmundi Jónassyni hf. og bílstjórum fyrirtækisins er þakkað fyrir sérstaka lipurð og umhyggju við að flytja þátttakendur í ferðunum. Einnig vill HIN þakka fyrir ágætar móttökur og fyrirgreiðslu á gisti- og áfangastöðum. Fuglaskoðunarferð um Reyk/anesskaga Laugardaginn I 1. maí var farin fugla- skoðunarferð um Reykjanesskaga í sam- vinnu við Ferðafélag Islands, sem sá um ferðina. Leiðbeinendur voru þeir Gunn- laugur Pétursson og Hallgrímur Gunnars- son. Þátttakendur voru 13 talsins. Langa ferðin um Strandir og Inn-Djúp Þessu sinni var farið um Strandir og Inn- Djúp. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 9 fimmtudaginn 25. júlí á einum stórum og góðum langferðabíl frá Guðmundi Jónassyni hf. Veður var fremur svalt þennan dag, lítið yfir I0°C, og skýjað með skúrum norður yfir Holtavörðuheiði. Norður Strandir var hægviðri og bjartviðri með köflum, en helliskúr gerði um kvöldið, eftir að komið var í áfangastað. Staldrað var í Borgarnesi en hádegishlé var hjá Brú í Hrútafirði. Þaðan var farið út á Borðeyri, fjallað um myndun hennar og landmótun í Hrútafirði, auk þess sem gengið var um gamla verslunarstaðinn. Áfram var haldið og staldrað á Stikuhálsi (Víkurhálsi), þar sem útsýnis var notið, en þaðan var farið að Ospakseyri. Eftir staðarskoðun var haldið áfram og kaffihlé tekið í góðviðrinu á Gálmaströnd. Síðan var farið að Húsavíkurkleif og surtarbrandslögin skoðuð. Staldrað var stutt á Hólmavík en svo farið inn fyrir Steingrímsfjörð og út Selströnd. Þar var komið við í Hveravík (Reykjarvík) og skoðaðir hverir og hvera- gróður í flæðarmáli. Áfram var haldið gegnum Drangsnes og yfir hálsa í Bjarnarfjörð, en jökulmótun lands var lýst á leiðinni. Komið var um kl. 9 um kvöldið að Laugarbóli í Bjarnafirði og þar tekin gisting til tveggja nátta. Skoðuðu margir umhverfið um kvöldið, en þarna eru kvistlendi fögur, sléttir og grónir bakkar við Bjarnarfjarðará, snöruð jarðlög og misgengi í berggrunni og 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.