Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 10
7. mynd. Gufubólstrar stíga stöðugt upp frá Etnutindi. Ljósm. Gertrud Keim. 5 mVsek). Þetta ástand hélst nær óbreytt í rúmlega einn mánuð. Þá fór aðeins að draga úr gosinu, öskuframleiðslan hætti en við tók ákaft gasstreymi upp úr gígunum. Hraun vall upp úr sprungunni á einum stað og var rennslið nú áætlað aðeins tæplega helmingur þess sem áður hafði verið eða um 15 mVsek. Þetta gos reyndist þegar upp var staðið hið mesta í Etnu frá árinu 1669 og er þá miðað við hraunframleiðslu en hraun sást síðast renna 30. mars 1993. Gosið stóð í 473 daga og heildarmagn hrauns var áætl- að 250-300 milljón m3. Bergfræðilega séð er hraunið hawaiít, sama bergtegund og kom upp á Heimaey 1973. Heildarrúmmál gosefna í Kröflueldum 1975-1984 var um 250 milljón m3 (0,25 km3). ■ HRAUNIÐ ÓGNAR ZAFFERANA Þegar í upphafi gossins var gert tölvulíkan af líklegum rennslisleiðum hraunsins og kom þá strax í ljós að veruleg hætta var á að hraunið rynni í átt að Zafferana, 7000 manna bæ í 600 m hæð og um 9 km fjarlægð frá gosstöðvunum. Landris hélt áfram eftir að gosið hófst og var það túlkað af vísindamönnum sem merki um áfram- haldandi aðstreymi kviku og vaxandi þrýsting í rótum fjallsins. Því þótti sýnt að gosið gæti staðið í alllangan tíma. Allt fram á aðfangadag jóla 1991 hélt hraunið áfram að streyma niður í Uxadal en hann er rúmlega 20 km2 að flatarmáli. Á aðfangadag náði breið og mikil hraun- tunga að renna niður í næsta dal, Valle di Calanna og á næstu viku rann hraunáin þvert yfir hann, alls 6,5 km leið. Á gaml- ársdag var hraunið komið að Portella Calanna, skarði sem opnast út úr dalnum en þaðan eru aðeins 2,5 km til Zafferana. í skarðinu fór hraunið yfir stíflugarða og eyðilagði áveitukerfi fyrir Zafferanabúum. ■ BjÖRGUNARAÐGERÐIR Varnargarðar Almannavarnir Italíu (Protezione Civile) reyndu að fylgjast vel með þróun mála í gosinu, en það reyndist erfitt, bæði vegna þess hve gígarnir voru hátt í fjallinu og vegna veðurlags, enda hávetur. Þegar hraunið átti aðeins um 2 km ófarna til Zafferana var ákveðið að grípa til aðgerða í þeim tilgangi að reyna að stöðva hraunið eða draga úr hraunrennsli í átt að bænum. Ekki þótti ráðlegt að breyta farveginum neðan við Portella Calanna vegna hættu á að hraunið tæki stefnu á aðra bæi. Ráð- legast var talið að reisa varnargarð í skarð- inu Portella Calanna sem haldið gæti hrauninu í skefjum, a.m.k. að mestu leyti. Þann 3. janúar 1992 stöðvaðist fremsta hrauntungan og ný tunga tók að renna yfir þá eldri ofar í fjallinu. ítalska hernum, ásamt slökkviliði og sjálfboðaliðum, gafst nú ráðrúm til að byggja um 240 m langan og 21 m háan varnargarð í skarðinu og var hann gerður úr því efni sem aðgengilegast var í næsta nágrenni þ.e. gjalli og ösku. Þann 10. mars flæddi ný hrauná niður í Valle di Calanna og lagðist hún að varnar- garðinum fjórum dögum síðar. Smám 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.