Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 31
5. mynd. Styrkur klóríðs (í mg/lítra) í yfirborðsvatni á íslandi. Nœr allt klóríð í slíku vatni
er œttaðfrá úrkomu. Því sýnir kortið klóríð í úrkomu og hvernig styrkurþess minnkar með
fjarlægð frá sjó og með hœð. Þessi mynd varfyrst hirt í grein eftir Freystein Sigurðsson og
Kristin Einarsson í tímaritinu Jökli árið 1988. Þessi nýjasta útgáfa myndarinnar er hirt
með góðfúslegu leyfi Freysteins Sigurðssonar.
er einna minnst af auðleystum söltum í
basalti. Því er heitt vatn í basalti, eins og hér
á landi, jafnan snauðara af uppleystum efn-
um en heitt vatn í annars konar bergi.
Vatn sem fer um sjávarsetlög og sérstak-
lega uppgufunarset (setlög sem myndast
við útfellingu salta úr sjó eða stöðuvötnum
við uppgufun) er auðugast af uppleystum
efnum, enda inniheldur slíkt berg mikið af
söltum sem eru auðleyst í vatni. Salt vatn
leysir auðveldlega upp marga málma, sem er
að finna í litlu magni í öllu algengu bergi,
sérstaklega þegar það er heitt. Því er salt
jarðhitavatn tiltölulega rrkt af málmum.
Grunnvatn, bæði kalt og heitt, getur verið
tiltölulega salt þar sem írennsli sjávar í berg-
grunn á sér stað eins og á Reykjanesskaga
vestanverðum.
Kvikuinnskot virðast oftast vera varma-
gjafi háhitasvæða, enda slík jarðhitasvæði
yfirleitt á virkum eldfjallasvæðum. Á íslandi
liggja háhitasvæðin innan gosbeltanna eða
við jaðra þeirra. Þegar kvikan í innskotunum
afgasast berast gastegundir upp í jarðhita-
vatnið ofan þess og auka á styrk kolsýru og
brennisteinsvetnis í vatninu og stundum
fleiri efna. Á sumum jarðhitasvæðum eru
uppleystar gastegundir meirihluti upp-
leystra efna í háhitavatni eins og í Kröflu,
Námafjalli og á Nesjavöllum. (I. tafla).
Sum afrennslislaus stöðuvötn eru mjög
sölt eins og t.d. Dauðahafið. Jafnvægi í
vatnsbúskap slíkra vatna ræðst af írennsli
annars vegar og uppgufun hins vegar en
ekki frárennsli eins og algengast er. Upp-
leyst efni berast stöðugt í slík vötn með
77