Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 58
þáttur óbreyttur um fjölda kynslóða. Mendel flutti frjó milli plantna af hrein- ræktuðum afbrigðum garðertu, Pisum sat- ivum, og rakti erfðir fárra auðþekktra ein- kenna um nokkrar kynslóðir. Árangurinn setti hann fram sem tölfræðileg hlutföll. Mendel vissi ekki hvar í frumunum erfða- þættirnir væru, enda óvíst að hann hafi nokkurn tíma litið í smásjá. Þeir voru síðar kallaðir gen, og menn grunaði brátt að þau væru í litningunum, þráðum í kjörnum frumnanna. Bandarískir líffræðingar stað- festu þennan grun snemma á þessari öld, og oft er talið að Thomas Hunt Morgan (4. inynd) hafi lagt fram endanlega sönnun fyrir litningakenningunni um erfðir, að genin væri að finna í litningunum, með rannsóknum á bananaflugu, Drosophila melanogaster. Fyrir það hlaut Morgan nóbelsverðlaun í lífeðlisfræði 1933. ■ MICHURIN Ivan Vladimirovich Michurin (5. mynd) fæddist 1855 nærri Dolgoje í Rjazan- héraði, suðaustur af Moskvu, kominn af bændum sem höfðu mikinn áhuga á aldin- rækt. Við langafa hans voru kennd peru- afbrigði, michurinperur, og afi hans og faðir voru líka þekktir garðyrkjumenn. 5. mynd. l.V. Michurin, 1855—1935 (Michurin 1949). Sakir fátæktar komst Ivan ekki í háskóla en gekk í þjónustu Rjazan-Úral-járnbraut- arfélagsins. í frístundum rak hann gróðr- arstöð þar sem hann vann að kynblöndun á aldintrjám. Þar kom að liann hætti hjá járnbrautinni og helgaði sig kynbótunum. Michurin náði frábærum árangri f aldin- trjárækt. Á langri ævi framleiddi hann ein 300 ný yrki (ræktunarafbrigði) og kom aldintrjám til að vaxa þar sem þau höfðu aldrei fyrr þrifist. Hróður hans barst víða og á árunum 1911-1913 gerði Landbúnað- arráðuneyti Bandaríkjanna honum mörg tilboð um að starfa þar. Þessu hafnaði Michurin og neitaði einnig að selja Banda- ríkjamönnum safn sitt af fræjum og plönt- um. Samt bjó hann þá við kröpp kjör í heimalandi sínu og naut takmarkaðrar viðurkenningar. Til dæinis lýstu klerkar kynblöndunartilraunum hans þannig að hann „breytti aldingarði drottins í hóru- hús“. Michurin kynntist verkum Mendels en taldi niðurstöður hans aðeins eiga við um skammlífar lífverur eins og ertur, sem aldar væru við staðlaðar aðstæður svo áhrifa umhverfisins gætti ekki. Umhverfið næði hins vegar að móta aldintré á löngum lífsferli og áhrif þess gengju að erfðum. Auk þess sem Michurin ræktaði kyn- blendinga af fræi fékkst hann við ágræðslu, sem hann kallaði líka kynblöndun (vaxtar- blöndun, „vegetatíva" blöndun), þar sem grædd er grein af einu tré (græðikvistur) á stofn með rót af tré af annarri gerð. Hann taldi að fræ sem þroskuðust í blómum á græðikvistinum yrðu fyrir arfgengum áhrifum frá rótarstofninum og öfugt. „Læt ég lesendum eftir að dæma um það, hvort beitt verður í slíkum tilvikum hinum rómuðu ertulðgmálum Mendels, þar sem þessi austur- ríski munkur ákvarðar fyrirfram, út frá atliug- unum á kynblöndun tveggja afbrigða af erlum, fjölda kynblendinga sem líkjast öðru hvoru for- eldranna um líkamseinkenni... Aðeins algerir fáráðlingar á sviði kynbóta aldintrjáa myndu láta sig dreyma um að draga í því efni ályklanir af athugunum á erturn." (Michurin 1949, bls. 113.) „Mér er fjarri að gera lítið úr lögmáli Mendels. Ég bendi aðeins á nauðsyn þess að lagfæra það 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.