Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 8
5. mynd. Staðir þar sem starar hafa sést (spjaldskrá N. f.) til 1978. — Single observations of starling in Iceland (circles), breeding localities before 1978 (circles with star), and in 1978 (dots). Gardahreppur 1916 Bjarni Sæmundsson (1934) fékk þær upplýsingar hjá Árna Björnssyni pró- fasti í Görðum á Álftanesi að fuglapar hefði verpt 1916 í kirkjuturninum þar og komið upp ungum. Telur Bjarni samkvæmt lýsingu Árna á fuglunum að hér hafi annað hvort verið um að ræða svartþröst eða stara. Húsavík 1928 Júlíus Havsteen (1931) segir: „í sept- embermánuði 1928 veittum við bræður því eftirtekt, að hér á Húsavík voru tveir starahópar, sem héldu til á bitum efst upp undir kirkjuturninum á Húsavík- urkirkju. I öðrum hópnum voru 7 fugl- ar, en i hinum 6, og voru það auðsjáan- lega tvenn hjón með ungum, — þetta sagði litur fuglanna til um.“ Bjarni Sæmundsson (1936) tekur þetta gilt og segir að stari hafi verpt og ungað út við Húsavík. Þar sem engin lýsing á litar- mun fuglanna fylgir og jretta var í sept- ember, þegar margir fuglar eru orðnir óþekkjanlegir frá fullorðnum fugium, er ekki hægt að skera úr um hvort stari hafi verpt á Húsavík 1928. Reykjavík 1935 Þann 21. mars 1935 sá Finnur Guð- mundsson 4 stara við Laugarnesspítala og héldu þeir sig þar til 6. apríl. Þá hurfu þeir, en 13. apríl voru 2 starar byrjaðir að byggja hreiður í holu undir j^akskeggi á skúr bak við spítalann. Þeir hurfu aftur 18. apríl, en \rá var hreiðrið fullbúið en án eggja. Þann 25. apríl voru tveir starar (sennilega sömu fuglarnir) ('arnir að byggja sér hreiður í hreiður- 150

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.