Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 41
1. mynd. Staðsetning þeirra skóglenda á Suðausturlandi, sem hinum nýju íléttutegundum var safnað í. — The location of the southeastern woodlands, where epiphytic lichens were collected. athugun meðal annars til þess, að nokkrar nýjar fléttutegundir fundust til viðbótar á þessu svæði. Auk þess hefur Hálfdán Björnsson, Kvískerjum, sent okkur eina nýja tegund til viðbótar, og bætt við upplýsingum um útbreiðslu annarra. Verður hér á eftir nánar greint frá markverðustu niðurstöðum. ATHUGUNARSVÆÐIÐ Alls voru tekin fyrir fimm skóglendi í þessari könnun: Steinadalur í Suður- sveit, Viðborðsdalur á Mýrum, innan við Hoffell í Nesjum, Dalskógar í Lóni og Austurskógar í Lóni. Staðsetning þeirra cr sýnd á meðfylgjandi korti (1. mynd). Kjarrið er yfirleitt lágvaxið og þétt, aðeins 2 —3 m á hæð, að und- anskildum Austurskógum í Lóni, þar sem trén náðu allt að 6 metrum. Þar er skógurinn einnig gisnari og auðveldari yfirferðar en á hinum stöðunum. Skil- yrði fyrir fléttugróður á trjánum virtust vera einna best í Austurskógum, og var tegundafjölbreyttnin mest þar og við Hoffell. NIÐURSTÖÐUR Hrúðurfléttur af þessu svæði hafa ckki verið greindar, og er hér því ein- ungis fjallað um blað- og runnfléttur. Af þeim reyndust vera 19 tegundir á svæðinu, og verður 10 þeirra gerð nán- ari skil hér á eftir. 183

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.