Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 124
Selafárið herjaði víðast hvar eftir að
nytjun á landselum var lokið, en kóp-
urinn er veiddur í júní.
Eins og vænta má fengust bestu upp-
lýsingarnar í nánd við stærstu landsela-
látrin og hjá mönnum, sem gengu á
fjörur til að huga að reka.
Hvergi varð vart við að útselur tæki
veikina.
SJÚKDÓMSLÝSING
Þegar hefur verið drepið á nokkur
einkenni selafársins 1918 í kaflanum
um útbreiðslu veikinnar. Allar heim-
ildir, bæði munnlegar og skriflegar
telja, að smitandi lungnasjúkdómur
hafi leitt selina til dauða. Hér verða
tilfærðar lýsingar nokkurra aðila á
sjúkdóminum og síðan dregin saman
helstu einkenni hans.
Guðmundur G. Bárðarson (1931)
lýsir selafárinu á Húnaflóa þannig:
„Þeir selir, sem fundust með lífi, voru
svo sjúkir, að þeir gátu enga björg sér
veitt, voru of máttlausir og rænulausir
til að flýja út í sjóinn. Tel ég víst, að
þeir hafi haft sótthita; fylgdi hósti
sýkinni og hrygla í lungum. Á Kol-
beinsá í Hrútafirði sáu menn sjúka seli
á sundi, er naumlega gátu flúið undan
báti, og var að sjá sem þeir hikuðu við
að stinga sér í kaf. Heyrðust þeir hósta
eins og þeir væru brjóstveikir. Ég
skoðaði innyfli nokkurra sela, sem
fundust nýdauðir í Bæ í Hrútafirði.
Voru engin missmíði að sjá á innyflum
nema, að lungun voru mjög blóðhlaup-
in og virtust talsvert bólgin. Tel ég víst,
að einhver næm lungnaveiki hafi orðið
selunum að bana.“
í Lóni í Kelduhverfi (Björn Guð-
mundsson 1937) rak 3 landseli sumarið
1918, og var skinnið tekið af einum
þeirra svo nýdauðum, að hann var
ennþá volgur. Sáust glögg merki þess
að lungun hefðu eigi verið heilbrigð og
veikindin í þeim hafi orðið selunum að
bana.
Ásgeir Bjarnason (1939) segir, að
þeir selir, sem fundust dauðir úr þess-
ari pest á Mýrum og Snæfellsnesi hafi
verið upptærðir af megurð, en lungun
visin og biksvört.
Njáll Friðbjörnsson (1931) lýsir
sjúkdóminum á Skjálfanda þannig „að
allir selirnir, sem rak, hafi verið eldri
en veturgamli og orðnir skinhoraðir"
og telur, að varla hafi veikin verið
bráðdrepandi. Lungu selanna voru
bæði bólgin og blóðhlaupin, en ekki
var missmíð að sjá á öðrum líffærum.
Sjúkur selur á sundi nærri landi virtist
ekki skeyta neinni hættu heldur óð á
landi, þótt menn stæðu í flæðarmálinu
þar rétt við.
í Morgunblaðinu 25. ágúst 1918 er
að finna frétt skrifaða á Borðeyri dag-
inn áður. Þar segir, að dauða seli hafi
verið að reka í Strandasýslu þá um
sumarið, mest gamla seli, en fáa kópa.
Selirnir voru ákaflega magrir og helst
var haldið, að lungnabólga hafi drepið
þá, því lungun voru uppblásin og gátu
dýrin alls ekki sokkið þótt þau dræpust
á sundi.
Sigurður Björnsson (1981) getur
þess, að Öræfingar hafi hirt skinn, spik
og kjöt af rekaselum, ef um nýdauða
seli var að ræða. Var spik og kjöt
stundum gefið skepnum sem fóður-
bætir. Haustið 1918 urðu menn þess
varir, að óvenju mikið rak af sel, voru
það yfirleitt stórir landselir í góðum
holdum. Þegar um stóra seli var að
ræða voru þeir hlutaðir niður til flutn-
ings og innyflum fleygt. Menn tóku þá
eftir því að lungun í þessum selum
voru svört og greinilega skemmd. Var
110