Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 158
skipulag umhverfisverndar á vegum
stofnunarinnar. Þá gafst oft tækifæri til
náttúruskoðunar og þurfti ekki að fara
langt frá alfaraleiðum. Sem dæmi má
nefna þetta: í ferð að austan til Suður-
lands úr hringferð var komið í Nesin í
Hornafirði. þar voru margir gamlir
kunningjar, svo sem mýrarnar í Þinga-
nesi og fleiri Nesjabæjum, þar sem
blöðrujurt hafði áður fundist víða og á
einum stað blómstrandi, eins og segir
á bls. 303 í 3. útgáfu Flóru Stefáns
Stefánssonar (1948). Hér var nú allt
orðið þurrt og mýra og sýkjagróður
horfinn.
f>á var staldrað við í Borgarhafnar-
teigum á leið vestur í framhaldi hring-
ferðar, en þar í teigunum óx blöðru-
jurt á allstóru svæði árið 1935 eins og
fyrr segir. Þarna var nú allt þurrt og
djúpir skurðir með fjallsrótum höfðu
skorið á lífæðar mýrarinnar. Þá hugs-
aði ég: „Ekki er öll nótt úti enn,
kannski er Butrukýllinn ennþá
óskemmdur" (í júlí 1975), en sá kýll er
í Miðþorpi í Suðursveit, við túnfót
hins gamla eyðibýlis Butru. Kýllinn sá
fékk næringu sína frá afrennsli úr hinni
miklu og fögru „Þrælamýri", sem aftur
nærðist á vatnsrennsli úr austurhlíðum
Kálfafellstinda. Jú, þarna var reyndar
kýllinn enn fullur af vatni. En nú var
búið að skera á lífæðar mýrarinnar við
hlíðarfót og öllum vatnsbúskap svæðis-
ins breytt og þar með kýlsins. Mýrin
tempraði áður, eins og skógar gera,
vatnsflauminn í stórrigningum og leys-
ingum, en nú var því ekki lengur að
heilsa. Allt sem ekki var nægilega vel
rótfest var horfið úr mýri, læk og kýl
og þar með blöðrujurtin. Þar fannst nú
aðeins í vari undir bökkum brydding
af mara, lófót og nykru (Myriophyll-
um alterniflorum, Hippuris vulgaris og
Potamogeton filiformis).
Segja má að hér sé augljóst dæmi
um örlög mýra og vatnagróðurs víða á
íslandi. Ferð sem farin var um Suður-,
Vestur- og Norðurland árið 1980 átti
eftir að sanna það, en á þeirri leið var
það mikið mýrlendi þurrkað að búið
var að útrýma blöðrujurt þaðan sem
hún hafði fundist áður. Nú varö plönt-
unnar t. d. aðeins vart í fjarlægum
heiðamýrum upp af Reykjadal. Einnig
var sagt, að jurtin myndi enn finnast á
Flateyjardal, þar sem mannabyggð er
fyrir nokkru horfin, svo og í Aðalvík á
Ströndum, þar sem allt er nú friðað
fyrir mannabyggð, beit og búskap.
Friðaða mýrin neðan við Tjörn í Svarf-
aðardal sýnir lofsverðan áhuga manna
þar, en friðunin á eftir að bera ávöxt.
Annars þarf að taka margt með í
reikninginn við friðun lands, einkunt
mýra. „Everglades", mesta friðaða
votlendi í heimi syðst á Flórída, þarf
að berjast við stórborgir um grunn-
vatnið, auk langvarandi vetrarþurrka
og hita. Aðrennsli úr „Okeechobee-
vatni" og lindum í 200 km fjarlægð
hjálpar þó mýrunum þar, en í mestu
þurrkum dugar þetta ekki og þá er það
„alligatorinn“, verndari lífríkis mýr-
anna þarna, sem kemur til sögunnar.
Þessi 3—4 m langa krókodílstegund
tryggir sér vatn með því að grafa pytti
niður í gljúpan kalksteinsgrunninn og
þangað flykkjast svo öll þau lagardýr
önnur, sem ekki komast af án vatns og
bíða regntímans ásamt með blöðrujurt
o. s. frv.
I fyrrnefndu ferðalagi um uppsveitir
Suðurlands, þegar leitað var í hrepp-
um, þar sem torf og snidda í „fornald-
arbæinn“ við Stöng var skorið í mý-
142