Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 213

Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 213
lítið er vitað um seli, og allar stofnstærðar- áætlanir eru enn byggðar á fáum athugun- um, og með stórum öryggismörkum. Mað- ur er því steinhissa á því að sami maður skuli taka þátt í, og verja þær galdraof- sóknir, sem nú eru hafnar gegn selum, og virðast ekki studdar neinum líffræðilegum rökum. Páll Hersteinsson fjallar um refi, þar sem hann segir frá lifnaðarháttum þeirra. Refir virðast vera í nokkurri hættu af veið- um, þar sem refaveiðar eru hluti af tekju- öflunarleið fámennrar bændastéttar, sem virðist hafa ítök í stjórn landsins. Við breytta búskaparhætti hefur skaði af völd- um refa stórminnkað, ef ekki horfið alveg, en samt er sóað stórum fjárhæðum í refa- eyðingu. Á sama tíma er ekki veitt krónu til rannsókna á refum, sem mundu skila sér fljótt aftur í betra skipulagi á veiðunum. Það er margt líkt með rannsóknum á minkum og refum, því þar er heldur ekki lögð nein áhersla á að kynnast líffræði minksins, en þess í stað er haldið úti dýrri útgerð á svonefnda eyðingu. Karl Skírnis- son og Ævar Petersen rita um landnám minksins á íslandi, hvernig hann breiddist út um landið frá minkabúum á 4. ára- tugnum. Líffræði minksins er einnig gerð góð skil, og gæti ég trúað að margir verði hissa, þegar þeir komast að því að minkur- inn lifir mest á fiski um allt land, en fuglar eru aðeins um fjórðungur af fæðu hans. Skarphéðinn Þórisson skrifar um hreindýr á íslandi. Þar skýrir hann frá innflutningi þeirra og landnámi, og rök- styður vel hvers vegna hreindýr eru á Norðausturlandi, en ekki annarsstaðar á landinu. Ætti það að vera holl lesning þeim mönnum, sem vilja flytja hreindýr til snjóþungra svæða, eins og til Hornstranda. Af þeim rannsóknum sem hafa verið gerð- ar á fæðu hreindýra, ætti að vera ljóst, að sauðkindinni er ekki hætta búin af sam- keppni við hreindýrin. Seinasta ritgerðin í bókinni Villt spendýr er eftir Árna Einarsson og fjallar um mýs og rottur. Má segja að nær engar rann- sóknir hafa verið gerðar á þessum dýrum á íslandi, og verður höfundur að styðjast mikið við erlend rit um þau. Þessi dýr búa í sambýli við manninn, valda skaða á matvöru, og er það furðulegt að ekki skuldi hafa verið gerðar rannsóknir á þess- um dýrum. Ritstjórn verksins hefur tekist með ágæt- um, uppröðun efnis og samræming texta hefur tekist í alla staði vel. Fáar prentvillur eru í bókinni, og flestallar ljósmyndirnar hafa prentast vel. Ritstjóri, greinahöfund- ar og Landvernd eiga þakkir skilið fyrir útkomu bókarinnar, og um leið vil ég hvetja alla til að Iesa hana. Bókin á erindi til allra sem hafa áhuga á náttúru íslands. Gísli Már Gíslason NÁTTÚRA ÍSLANDS Margir höfundar Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1981, 475 bls. Skömniu fyrir jólin 1981 kom á markað- inn 2. útgáfa Náttúru íslands, sent Al- menna bókafélagið gaf fyrst út árið 1961. Á þeim tveimur áratugum, sem liðnir eru frá fyrstu útgáfu, hefur heimsmynd okkar gerbreyst og mikil þekking aflast um ís- lenska náttúru. ísland er ekki lengur óstýrilát kynjaeyja þar sem fjöll spúa eldi, og vatn sýður af sjálfsdáðum, heldur fer það með aðalhlutverk í jarðfræðilegum al- heimssjónleik. íslenskri vistfræði hefur fleygt fram og mikið kapp verið lagt á að kanna útbreiðslu, stærð og ferðir dýra- stofna. Þetta merkir, að fyrri útgáfa Nátt- úru íslands hlýtur að vera meira eða minna úrelt. Ný og endurbætt útgáfa bókarinnar ætti því að vera mikið fagnaðarefni og hlýt- ur að vekja óskiptan áhuga meðal lesenda Náttúrufræðingsins. Svo virðist sem útgefendur hafi haft ein- hvern pata af framförum í íslenskum nátt- úrufræðum. En þeir hafa gert sér litla grein fyrir eðli framfaranna. Þeir hafa bersýni- lega gert sér í hugarlund, að allur galdur- inn við endurskoðun bókarinnar væri sá að lagfæra setningar hér og þar og breyta tölum þar sem þörf væri á. Árangurinn er stórfurðulegt samsafn af viðaukum, gæsa- 193 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.