Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 213
lítið er vitað um seli, og allar stofnstærðar-
áætlanir eru enn byggðar á fáum athugun-
um, og með stórum öryggismörkum. Mað-
ur er því steinhissa á því að sami maður
skuli taka þátt í, og verja þær galdraof-
sóknir, sem nú eru hafnar gegn selum, og
virðast ekki studdar neinum líffræðilegum
rökum.
Páll Hersteinsson fjallar um refi, þar
sem hann segir frá lifnaðarháttum þeirra.
Refir virðast vera í nokkurri hættu af veið-
um, þar sem refaveiðar eru hluti af tekju-
öflunarleið fámennrar bændastéttar, sem
virðist hafa ítök í stjórn landsins. Við
breytta búskaparhætti hefur skaði af völd-
um refa stórminnkað, ef ekki horfið alveg,
en samt er sóað stórum fjárhæðum í refa-
eyðingu. Á sama tíma er ekki veitt krónu
til rannsókna á refum, sem mundu skila sér
fljótt aftur í betra skipulagi á veiðunum.
Það er margt líkt með rannsóknum á
minkum og refum, því þar er heldur ekki
lögð nein áhersla á að kynnast líffræði
minksins, en þess í stað er haldið úti dýrri
útgerð á svonefnda eyðingu. Karl Skírnis-
son og Ævar Petersen rita um landnám
minksins á íslandi, hvernig hann breiddist
út um landið frá minkabúum á 4. ára-
tugnum. Líffræði minksins er einnig gerð
góð skil, og gæti ég trúað að margir verði
hissa, þegar þeir komast að því að minkur-
inn lifir mest á fiski um allt land, en fuglar
eru aðeins um fjórðungur af fæðu hans.
Skarphéðinn Þórisson skrifar um
hreindýr á íslandi. Þar skýrir hann frá
innflutningi þeirra og landnámi, og rök-
styður vel hvers vegna hreindýr eru á
Norðausturlandi, en ekki annarsstaðar á
landinu. Ætti það að vera holl lesning
þeim mönnum, sem vilja flytja hreindýr til
snjóþungra svæða, eins og til Hornstranda.
Af þeim rannsóknum sem hafa verið gerð-
ar á fæðu hreindýra, ætti að vera ljóst, að
sauðkindinni er ekki hætta búin af sam-
keppni við hreindýrin.
Seinasta ritgerðin í bókinni Villt spendýr
er eftir Árna Einarsson og fjallar um mýs
og rottur. Má segja að nær engar rann-
sóknir hafa verið gerðar á þessum dýrum á
íslandi, og verður höfundur að styðjast
mikið við erlend rit um þau. Þessi dýr búa í
sambýli við manninn, valda skaða á
matvöru, og er það furðulegt að ekki
skuldi hafa verið gerðar rannsóknir á þess-
um dýrum.
Ritstjórn verksins hefur tekist með ágæt-
um, uppröðun efnis og samræming texta
hefur tekist í alla staði vel. Fáar prentvillur
eru í bókinni, og flestallar ljósmyndirnar
hafa prentast vel. Ritstjóri, greinahöfund-
ar og Landvernd eiga þakkir skilið fyrir
útkomu bókarinnar, og um leið vil ég
hvetja alla til að Iesa hana. Bókin á erindi
til allra sem hafa áhuga á náttúru íslands.
Gísli Már Gíslason
NÁTTÚRA ÍSLANDS
Margir höfundar
Almenna bókafélagið,
Reykjavík, 1981, 475 bls.
Skömniu fyrir jólin 1981 kom á markað-
inn 2. útgáfa Náttúru íslands, sent Al-
menna bókafélagið gaf fyrst út árið 1961.
Á þeim tveimur áratugum, sem liðnir eru
frá fyrstu útgáfu, hefur heimsmynd okkar
gerbreyst og mikil þekking aflast um ís-
lenska náttúru. ísland er ekki lengur
óstýrilát kynjaeyja þar sem fjöll spúa eldi,
og vatn sýður af sjálfsdáðum, heldur fer
það með aðalhlutverk í jarðfræðilegum al-
heimssjónleik. íslenskri vistfræði hefur
fleygt fram og mikið kapp verið lagt á að
kanna útbreiðslu, stærð og ferðir dýra-
stofna. Þetta merkir, að fyrri útgáfa Nátt-
úru íslands hlýtur að vera meira eða minna
úrelt. Ný og endurbætt útgáfa bókarinnar
ætti því að vera mikið fagnaðarefni og hlýt-
ur að vekja óskiptan áhuga meðal lesenda
Náttúrufræðingsins.
Svo virðist sem útgefendur hafi haft ein-
hvern pata af framförum í íslenskum nátt-
úrufræðum. En þeir hafa gert sér litla grein
fyrir eðli framfaranna. Þeir hafa bersýni-
lega gert sér í hugarlund, að allur galdur-
inn við endurskoðun bókarinnar væri sá að
lagfæra setningar hér og þar og breyta
tölum þar sem þörf væri á. Árangurinn er
stórfurðulegt samsafn af viðaukum, gæsa-
193
13