Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 11
Helgi Torfason:
Geysir vakinn upp
Geysir í Haukadal er frægastur gos-
hvera í veröldinni og af nafni hans er
dregið enska orðið „geyser", sem er
alþjóðlegt vísindaheiti fyrir gjósandi
hveri. Saga Geysis er mjög fjölskrúð-
ug og hefst í rituðum heimildum árið
1294, þegar hverasvæðisins er getið í
sambandi við jarðskjálfta á Suður-
landi. Geysir er frægastur fyrir gosin
sem munu hafa náð allt að 70—80 m
hæð.
í hinum illræmdu Suðurlandsskjálft-
um hafa djúpstæðar sprungur hreyfst
allt norður til Haukadals, en tjón á
eignum mun yfirleitt ekki hafa náð svo
langt norðureftir. Eftir jarðskjálftana
hefur yfirleitt færst mikið líf í hverina á
Geysissvæðinu og ekki hvað síst í gos-
hverina sem hafa þá gosið hver í kapp
við annan. Oft er minnst á að Geysir
hafi gosið myndarlega eftir jarð-
skjálfta og gosin komið á 6-8 tíma
fresti. Með tímanum hafa rásir hans
fyllst af útfellingum, rennsli minnkað
og lengri tími liðið milli gosa.
Eftir 1915 mun Geysir hafa verið
hættur að gjósa þar til í apríl árið 1935
að þeir Trausti Einarsson og Jón frá
Laug grófu 50 cm djúpa rauf í norður-
barm Geysisskálarinnar. Með því
tókst að lífga hverinn svo við að dugði
í nokkur ár. Þann 30. ágúst 1935
keypti Sigurður Jónasson, forstjóri
Geysi af erlendum aðilum og gaf ís-
lenska ríkinu hverinn og hveraspild-
una umhverfis. Hafði Geysir þá verið í
eigu útlendinga síðan 1894.
Ekki mun íslenska ríkið hafa kippt
sér mikið upp við þessa rausnarlegu
gjöf því það var ekki fyrr en árið 1953
að Geysisnefnd var skipuð. Skyldi
nefndin annast endurbætur á svæðinu
og sjá þar um framkvæmdir. Að til-
hlutan nefndarinnar var boruð 40 m
djúp borhola í Strokk árið 1963 og hef-
ur hann gosið síðan.
Undanfarna áratugi hefur Geysir lít-
ið bært á sér og fáir af yngri kynslóð-
inni hafa séð hin rómuðu Geysisgos.
Jafnvel hefur ekki tjóað að láta sápu í
hverinn, þótt slíkt sé oft hið besta gos-
meðal. Hefur sumum þótt frægð
Geysis koma fyrir lítið síðan hann
hætti að gjósa. Líklega'hefur Strokkur
óbeint verið verndari Geysis, því gos
hans hafa nægt flestum til að dást að
og mynda, og fáum hefur dottið í hug
að láta bora í Geysi, enda fráleitt að
vinna slík náttúruspjöll. Hafa margir
beðið þess að jarðskjálftar endurlífg-
uðu hverinn.
í ársbyrjun 1982 komst það í hámæli
að líf hefði færst í Geysi því búið væri
að grafa út raufina frá 1935. Þann 30.
Náttúrufræðingurinn 53 (1-2), bls. 5-6, 1984
5