Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 15
2. mynd. Breytilegt Iitmynstur á skjaldvængjum íslensku vatnabjöllunnar Oreodytes
sanmarki. — Variation in elytral pattern on Icelandic Oreodytes sanmarki.
Miðjarðarhafs. Hún er náskyld
amerísku tegundinni O. obesus (Lec.),
ef sú getur þá talist fullgild tegund
(sbr. Balfour-Browne 1950). O. san-
marki er að finna í köldum og tærum
fjallalækjum í Mið-Evrópu, og er talin
fjallategund í tempraða beltinu (Scháf-
lein 1971). Balfour-Browne (1950)
getur þess, að á norðanverðum Bret-
landseyjum finnist tegundin helst í
lækjum með malarbotni, en annars
staðar í ám og vötnum. Sami höfundur
vitnar í Regimbart (1895, 1907), sem
segir tegundina finnast í straumhörð-
um fjallalækjum 500—2500 m yfir sjó,
en einnig á láglendi. Tegundin lifir því
við fjölbreytileg skilyrði og fellur fund-
arstaður hennar á íslandi innan þeirra
marka.
LITUR
Litmynstur skjaldvængjanna er
breytilegt, og telur Balfour-Browne
(1950), að það fari eftir loftslagi eða
búsvæði. Einstaklingar frá norðlægari
slóðum hafa stærri dökka flekki en
þeir sem lifa sunnar. Lindroth (1978)
athugaði breytileika í lit hálsskjaldar-
ins hjá kragasmið (Calathus mela-
nocephalus L.) á íslandi. Hann komst
að þeirri niðurstöðu, að erfðir stjórn-
uðu breytileikanum, en ekki árlegar
sveiflur í veðurfari. Erling Ólafsson
(1976) fjallaði um íslenskar maríuhæn-
ur (Coccinellidae) og benti á þá til-
hneigingu, að skordýr á norðiægari
slóðum séu dekkri en þau sem lifa
sunnar. Það stafaði e.t.v. af því, að
dökkt yfirborð drekkur auðveldar í sig
sólarorku, sem nýtist dýrunum því bet-
ur. Þó er erfitt að heimfæra þetta upp
á vatnabjöllur, sem eru fyrst og fremst
háðar upphitun vatnsins. Crowson
(1981) hefur þó séð nokkrar stærri
vatnabjöllutegundir yfirgefa vatnið til
þess að sóla sig. Vera má að kenning
sú, sem Balfour-Browne (1950) bendir
á, eigi við í norðanverðri Evrópu. ís-
lensku eintökin fjögur sýna þó mjög
breytilegt litmynstur (2. mynd).
9