Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 15
2. mynd. Breytilegt Iitmynstur á skjaldvængjum íslensku vatnabjöllunnar Oreodytes sanmarki. — Variation in elytral pattern on Icelandic Oreodytes sanmarki. Miðjarðarhafs. Hún er náskyld amerísku tegundinni O. obesus (Lec.), ef sú getur þá talist fullgild tegund (sbr. Balfour-Browne 1950). O. san- marki er að finna í köldum og tærum fjallalækjum í Mið-Evrópu, og er talin fjallategund í tempraða beltinu (Scháf- lein 1971). Balfour-Browne (1950) getur þess, að á norðanverðum Bret- landseyjum finnist tegundin helst í lækjum með malarbotni, en annars staðar í ám og vötnum. Sami höfundur vitnar í Regimbart (1895, 1907), sem segir tegundina finnast í straumhörð- um fjallalækjum 500—2500 m yfir sjó, en einnig á láglendi. Tegundin lifir því við fjölbreytileg skilyrði og fellur fund- arstaður hennar á íslandi innan þeirra marka. LITUR Litmynstur skjaldvængjanna er breytilegt, og telur Balfour-Browne (1950), að það fari eftir loftslagi eða búsvæði. Einstaklingar frá norðlægari slóðum hafa stærri dökka flekki en þeir sem lifa sunnar. Lindroth (1978) athugaði breytileika í lit hálsskjaldar- ins hjá kragasmið (Calathus mela- nocephalus L.) á íslandi. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að erfðir stjórn- uðu breytileikanum, en ekki árlegar sveiflur í veðurfari. Erling Ólafsson (1976) fjallaði um íslenskar maríuhæn- ur (Coccinellidae) og benti á þá til- hneigingu, að skordýr á norðiægari slóðum séu dekkri en þau sem lifa sunnar. Það stafaði e.t.v. af því, að dökkt yfirborð drekkur auðveldar í sig sólarorku, sem nýtist dýrunum því bet- ur. Þó er erfitt að heimfæra þetta upp á vatnabjöllur, sem eru fyrst og fremst háðar upphitun vatnsins. Crowson (1981) hefur þó séð nokkrar stærri vatnabjöllutegundir yfirgefa vatnið til þess að sóla sig. Vera má að kenning sú, sem Balfour-Browne (1950) bendir á, eigi við í norðanverðri Evrópu. ís- lensku eintökin fjögur sýna þó mjög breytilegt litmynstur (2. mynd). 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.