Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 20
1. mynd. Þráinsskjöldur, horft til suðausturs frá Leiru við Keflavík. í bakgrunni sjást m. a.
Keilir og Fagradalsfjall. — Práinsskjöldur lava shield (light shaded), seen to the southeast
from Leira at Keflavík. Teikning/draw/'ng by Helgi Torfason).
en tiltölulega lágt hlutfall Si02, K20 og
P205, miðað við skyldar bergtegundir.
Þessar steintegundir mynda Þráins-
skjaldarhraun:
Dílar (kristallar, sem skera sig úr að
stærð og oftast eru sjáanlegir með
berum augum) eru ólivín (grængult,
Fo 80-85), með litlum innlyksum af
krómspínli. Ólivíndílarnir eru yfir-
leitt minni en 1 mm í þvermál, en
krómspínillinn minni en 0.04 mm.
Grunnmassinn (smásæir kristallar á
milli dílanna) er samsettur af plagíó-
klas (hvítur, glær), klínópyroxen
(svart), ólivíni, og magnetíti (svart).
Stærstu kristallarnir í grunn-
massanum eru 0,3—0,6 mm í
þvermál.
A 2. mynd er sýnd smásjárteikning
af Þráinsskjaldarhrauni. Ólivíndílar
eru að jafnaði 1% rúmmáls bergsins
og grunnmassinn því 99%. Um 10-
12% af heildarrúmmáli bergsins eru
blöðrur. Bergmynstur (textúr) er ófit-
ískt (ophitic), þ.e. pyroxenkristallar
hafa inyndast á eftir plagíóklaskrist-
öllum og umlykja þá að mestu.
Ólivínþóleiít eins og það sem hér er
lýst er algengt í miðgosbeltinu, og
mest allt það berg sem hingað til hefur
verið kallað grágrýti er sennilega
ólivínþóleiít. Minna er vitað um ólivín-
þóleiít í eldri jarðmyndunum, þótt ein-
TAFLA I. Ólivínþóleiít, efnagreining
(prósent af þyngd) gerð á sýni (RE 56; NI
4689) úr Þráinsskjaldarhrauni, tekið við
Reykjanesbraut suðvestur af Vatnsleysu.
Fumiko Shido efnagreindi. — Olivine thol-
eiite, chemical analysis (by Fumiko Shido)
on a sample (RE 56) from the Práins-
skjöldur lava shield, southwest of Vatns-
leysa,the Reykjanes Peninsula.
RE 56 %
SiOz 47.49
tío2 1.60
AI2O3 15.01
Fe203 1.43
FeO 9.97
MnO 0.19
MgO 10.06
CaO 11.71
NazO 1.99
k2o 0.14
P2O5 0.15
Cr203 0.06
h2o- 0.02
h2o+ 0.15
Alls 99.97
14