Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 26
1. mynd. Kort af rannsókn-
arsvæðinu með helstu örnefn-
um. — The research area.
Landslag er einkum mótað af jöklum á
síðari hluta ísaldar. Lómatjarnir eru
tjarnaþyrping nokkuð norðarlega á
heiðinni. Þær liggja í jökulsorfinni
kvos í u. þ. b. 430 m hæð y. s. milli
Kjalvegar og Blöndugils (1. mynd).
Stærsta tjörnin er öllu fremur vatn,
u. þ. b. 0,3 km2, og í henni er um-
ræddur hólmi. Hólminn er sennilega
lítil jökulalda og liggur í skriðstefnu
jökulsins (NNV). Hann er um 390 m
langur, hæstur syðst, eða 9 m yfir
vatnsfletinum, og lækkar síðan aflíð-
andi til norðurs.
Gróðurfar Auðkúluheiðar er frem-
ur fábreytt. Um 75% hins gróna lands
er ýmis konar þurrlendi og er
kvistlendi (runnaheiði) og mosaþemba
lang víðáttumest (Ingvi Þorsteinsson
1980a). í kvosum eru ýmist sléttir
brok- og ljósustararflóar eða þýfðar
mýrar með fjalldrapa og ríkulegum
fléttugróðri á þúfnakollum. Á ásum og
hæðadrögum skiptast á kvistlendi og
mosaþemba eftir þykkt snjóþekju á
vetrum. Á hæstu ásum og bungum eru
víða gróðurlitlir melar. í flestum hólm-
um heiðarinnar vex hins vegar nokkuð
hávaxið gulvíðikjarr. í Lómatjörnum
nær gulvíðikjarrið nokkuð upp eftir
hólmanum, en hábungu hans klæðir
þykk mosaþemba og stingur hún í stúf
við umhverfið.
Sauðfé er beitt á heiðina á sumrin
og einnig er talsvert um hross, en ekki
hef ég handbærar tölur um fjölda bú-
fjár. Auðkúluheiði telst lélegt beiti-
land með beitarþolið 2,4 ha / ærgildi /
20