Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 28
allri umfjöllun um það er því sleppt hér. 50x50 cm reitum var komið fyrir með jöfnu millibili á sniðlínu (2. mynd b). Þar sem gróður var mjög einsleitur á löngum kafla var þó haft lengra bil milli reita. Alls voru reitirnir 87 að tölu. Gróðurmælingar Þekja gróðurs var mæld í reitunum með oddamælingaraðferðinni. í stuttu máli felst aðferðin í því, að teinn er rekinn niður um gróðurþekjuna og skráð hvaða tegundir hann snertir. Aðalkostur oddamælingaraðferðar- innar er að hún verður að teljast nokk- uð hlutlaus, t. d. í samanburði við hvers kyns þekjumat. Helstu ókostir hennar eru í fyrsta lagi, að hún getur reynst erfið í notkun við mælingar á mjög hávöxnum gróðri. I öðru lagi er nokkur hætta á ofmati á þekju. Skekkjan er minni við mælingu breiðblaða tegunda en mjóblaða eins og grasa, og skekkjan verður minni eftir því sem mælt er með grennri teini (Goodall 1952, Winkworth 1955). Skekkjuna er einnig hægt að minnka með því að hafa teininn vel yddan og skrá snertingar plantnanna við oddinn jafnóðum á leið hans niður gróður- þekjuna í stað snertinga við sjálfan teininn eftir að hann hefur verið rek- inn niður (Ingibjörg Svala Jónsdóttir 1981). Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér oddamælingaraðferðina nánar má benda á ritgerðir eftir Levy og Madden (1933), Drew (1944), Whitman og Siggeirsson (1954), Wil- son (1960), Mueller-Dombois og Ell- enberg (1974) auk ofannefndra. Við Lómatjarnir var notaður sér- staklega hannaður trérammi (2. mynd a). Með þessum ramma var hægt að skrá snertingar 100 jafndreifðra odda í hverjum 50x50 cm reit. í þekjumæling- um er nákvæmast að skrá allar þær tegundir sem oddurinn snertir á leið sinni niður um gróðurþekjuna, eða jafnvel allar snertingar við plöntur. Þetta þótti hins vegar of seinlegt verk og var gripið til þess ráðs að greina hversu mörg gróðurlög voru í hverjum reit áður en mælingar hófust, þrátt fyrir að það kynni að auka persónu- bundna skekkju. Gróðurlögin gátu verið flest þrjú, svarðlag, miðlag °g yfirlag. Yfirleitt var vandalítið að greina þessi lög og var þá eftirfarandi haft í huga: Planta var einungis skráð í yfirlag ef sýnt var, að aðrar plöntur lágvaxnari yxu í skugga hennar, án þess að vera í svarðlagi. Minna mat þurfti við greiningu á svarðlaginu og var síðasta snertingin skráð þar. Teg- undirnar sem mynduðu yfirlagið voru einkum víðirunnar og einir og stöku sinnum hávaxinn fjalldrapi og mjög hávaxnar jurtir. Miðlagið mynduðu lyngtegundir, fjalldrapi og hávaxnar jurtir. Svarðlagið mynduðu mosar, fléttur, lágvaxnar jurtir og lyng. Einn oddur (skráð snerting) var látinn sam- svara 1% þekju í viðkomandi gróður- lagi. Þegar skráningu odda var lokið í hverjum reit, var kannað hvort þar fyndust tegundir, sem ekki höfðu komið undir odd, og þær skráðar sér- staklega sem tegundir með minna en 1% þekju. Jarðvegsathuganir Nokkrar jarðvegsathuganir voru gerðar á sniðunum. Auk almennra lýs- inga voru tekin tvenns konar sýni 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.