Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 35
ilmreyr og blóðberg (Thymus
arcticus).
Sams konar runnabelti kembir
brekkubrúnirnar hér og vestan í hólm-
anum, nema hvað hér vantar alveg
eini. Aðaltegundin er fjalldrapi ásamt
krækilyngi og bláberjalyngi með Hyl-
ocomium splendens í svarðlagi. Snið V
liggur yfir slíkt runnabelti, en þar sem
það fellur að nokkru leyti milli reita 7
og 8 kemur það ekki mjög skýrt fram á
7. mynd. Runnabeltið er víða rofið og
ná mjóir uppblástursgeirar sums stað-
ar langt niður í brekkurnar. A snið IV
vantar þetta belti alveg. Ofan brekku-
brúnarinnar taka síðan við berir melar
með strjálum melagróðri, sbr. efsta
hluta sniða IV og V (6. og 7. mynd).
Samanburður
Það getur reynst vandasamt að bera
saman snið, þar sem tvö snið liggja
sjaldnast yfir nákvæmlega eins lands-
lag. í samanburði sniðanna eru því
meðaltöl reita, sem liggja innan
ákveðins gróðurbeltis eða landslags-
gerðar á hvorum stað borin saman.
Tafla I sýnir hvaða reitir liggja að baki
meðaltölum hverrar landslagsgerðar.
Munurinn á toppi A og B er sá, að
annars vegar eru bersvæðin austan
tjarnanna borin saman við gróinn koll
hólmans (A), og hins vegar við rof-
svæðið (B).
Samanburður á tegundasamsetn-
ingu og meðalþekju helstu tegunda er
sýndur með láréttum súluritum (8.,
9.,10. og 11. mynd) og heildar fjöldi
tegunda og fjöldi tegunda í tveim
þekjuflokkum er sýndur í töflu II. í
töflu III er borin saman meðalþekja
mismunandi tegundahópa og meðal-
gróðurþekja allra tegunda. Til smá-
runna teljast krækilyng, bláberjalyng
Tafla I. Hinar mismunandi landslagsgerðir (belti), sem notaðar eru í samanburði og reitir þeir, sem liggja að baki meðaltölum. — The different topographical zones used in comparison and the quadrats on which the average values are based.
Landslagsgerð Reitir
Topographical zones Quadrats
The islet The grazed area Hólmi Beitiland
Vesturbrekka West slope I 1-6, II 1-4 IV 1-4, V 1-6
Brún Ridge and hill edges II 5, III 3 V 7-8
Toppur A Vegetated ridge top and eroded hill top I 9-14 V 9-12
Toppur B Eroded ridge and hill tops III 5-7 IV 7-9
29