Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 42
hæðir og bungur voru auðar.
Það er líklegt að fuglar beri með sér
mikinn áburð til friðlanda eins og hólma
og auki frjósemi þeirra. Vitað er að slík
áburðaráhrif geta varað mjög lengi. Því
var leitað allra ummerkja eftir fugla í
hólmanum í Lómatjömum. Lítið var um
varp þar sumarið 1979: Eitt himbrima-
hreiður og eitt hávelluhreiður fund-
ust. Önnum merki um fugla voru ekki
meiri en gerðust umhverfis tjarnirnar.
Engar heimildir eru um meira varp í
hólmanum áður fyrr og reikna ég því
ekki með að fuglar hafi haft af-
gerandi áhrif á gróður hans. Það
haft afgerandi áhrif á gróður hans. Það
bendir því allt til þess, að sá munur
sem fram kemur á gróðri og jarðvegi
hólmans og beitilandsins umhverfis,
orsakist fyrst og fremst af beitinni
beint eða óbeint, og að niðurstöður
gróðurmælinganna við Lómatjarnir
geti varpað ljósi á þær gróðurbreyting-
ar, sem orðið hafa á Auðkúluheiði á
liðnum öldum.
Hörður Kristinsson (1979) hefur
sett fram tilgátu um breytingar á kjarr-
og blómlendi á Auðkúluheiði og er
hún í stuttu máli á þessa leið: Víði-
kjarr með blágresi, ætihvönn (Ange-
lica archangelica) og burnirót (Sedum
rosea) hefur verið útbreiddara á
heiðinni áður fyrr. Fé sækir mikið í
ætihvönn og burnirót. Þegar þessar
Tafla V. Sýrustig (pH, í 0.01M CaCl2), glæðitap (lífræn efni) og köfnunarefni (N) í
jarðvegi. - pH (in 0.01 M CaCl2) and contents of organic matter and nitrogen.
Sýnatökustaður
Sample site
snið nr. reitur nr. m yfir vatnsborði pH % glæðitap % N
transect quadrat no. m above water level pH % org.matter % N
I 1 0.7 4.70 27.1 0.59
I 3 1.9 4.72 41.1 0.86
I 5 3.6 4.95 32.3 0.57
I 9 6.3 5.52 19.7 0.24
I 15 8.5 5.41 26.8 0.49
I 17 7.1 5.42 27.6 0.36
I 22 2.6 5.09 31.3 0.44
III 1 0.2 4.75 46.0 1.22
III 2 0.9 5.79 12.9 0.25
III 5 2.7 5.99 6.8 0.09
IV 1 0.2 5.01 18.6 0.30
IV 4 2.4 5.90 13.5 0.23
IV 7 3.9 6.11 5.7 0.13
V 1 0.3 4.92 18.8 0.44
V 4 3.0 5.80 12.8 0.24
V 7 5.5 5.53 17.7 0.32
36