Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 49
30
Lengd (sm)
2. mynd. Efra súluritið sýnir lengdardreifingu eðlilega vaxinna þyrsklinga á öðru
aldursári í ísafjarðardjúpi haustið 1977. Neðra súluritið sýnir lengdardreifingu þyrsklinga
á sama aldri úr Djúpinu sem virtust hafa krypplingslegan vöxt. — Saulendiagramme von
der Langenverteilung zwei jahriger Dorsche in der Bucht „ísafjarðardjúp“ im Herbst 1977.
Oben normal gewachsene Tiere, unten missgebildete Tiere (gedrungener Körperbau).
týnt örar tölunni heldur en „bræður“
þeirra með eðlilegan vöxt, sem nánast
leiðir af sjálfu sér eins og aðeins verð-
ur komið inn á síðar. Fjöldi krypplinga
á fyrsta ári, veturinn 1976/77, gæti því
hafa verið allt að 30%, eða meira af
öllum árganginum í Djúpinu, ef dverg-
vöxturinn hefur þá þegar verið fyrir
hendi, eða rætur hans. Slíkur fjöldi
hefði dregið verulega úr meðallengd,
hefði vöxturinn verið jafn „hægur“ og
hjá dvergunum veturinn 1977/78 (sjá
2. mynd). Eins og áður greindi sjást
slíks ekki merki í lengdarmælingum
veturinn 1976/77 svo ljóst er að ekki
hefur verulega farið að draga úr vexti
krypplinganna fyrr en á öðru
aldursári.
Teknar voru röntgenmyndir af
tveimur hinna bækluðu fiska (svo og
einum er ekki sást missmíði á) og
hryggur úr öðrum tveimur var skorinn
úr og athugaður undir smásjá. Sem
áður greinir sáust engir gallar á hrygg-
súlu hjá einum þessara fiska, þrátt
fyrir að hann liti nokkurn veginn eins
út og hinir þrír, þ. e. virtist óeðlilega
þéttvaxinn. Á hinum þremur komu í
43