Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 55
varð fyrir eftir að hann var kominn af viðkvæmasta æskuskeiði. Lítil ástæða er til að halda að dverg- þyrsklingarnir í ísafjarðardjúpi hafi orðið fyrir mengunaráhrifum. Margt annað getur komið til sem ekki stafar af mannlegum völdum. Ljóst er þó að hér er um mjög sérstætt fyrirbrigði að ræða vegna þess hversu mikill fjöldinn var af óeðlilega vöxnum fiskum. Hér hefur vart tilviljun náttúrunnar um ráðið, heldur einhver umhverfisáhrif. Þótt reynt sé að ráða í skýringar, svo sem að seiðin eða þorskeggin hafi lent í seltulitlum sjó, má tína til mótrök, þannig að hið rétta verður víst seint fundið. Fyrir það fyrsta eru sveiflur í seltu fyrir Vesturlandi mjög litlar, og þá innan þeirra marka, að ólíklegt er að þær hafi áhrif á afkomu þorskklaks. Megnið af því fiskungviði, þorskfisk- um sem öðrum, er finnst í fjörðum vestra og fyrir öllu Norðurlandi, er útklakið við SV-land og hefur síðan borist sem egg og seiði vestur eða norður fyrir land. Hafi þessir þorskar orðið fyrir einhverjum óeðlilegum um- hverfisáhrifum (seltu- eða næringar- skorti) á þessu viðkvæma æviskeiði sínu, er nær útilokað að þeir berist allir inn á sama fjörðinn (Djúpið), en verði hvergi annars staðar vart. Því verður að álykta að fiskarnir hafi þá fyrst verið ofurseldir óeðlilegum um- hverfisþáttum, er þeir komu í Djúpið. Hafi hinir ungu þorskar borist að sunnan, hefðu þeir fyrst orðið fyrir óhollum áhrifum, er þeir voru nokk- urra mánaða gamlir og þar með komn- ir yfir viðkvæmasta skeiðið. Umhverf- isáhrif yrðu því væntanlega að vera meiri en ella til þess að hafa áhrif á vöxt fisksins. Þá mætti hugsa sér að hér væru komnir afkomendur þorska sem hefðu hrygnt í Djúpinu við óhag- stæðar aðstæður. A móti slíkum hug- myndum má og tína rök. Það sem vitað er um hrygningu við Vestfirði og í Djúpinu er að slíkt er í ákaflega litlum mæli og mjög seint á vorin (maí, júní). Svo seinklaktir þyrsklingar eru eðlilega miklu smærri að hausti en þeir sem koma úr klaki síðarihluta vetrar af Selvogsbanka. Eins og áður er á minnst var meðallengd fyrstaársþyrsk- linga í Djúpinu haustið 1976/77 ekki minni en oft gerist. Höfundur þessara lína hefur rætt við fjölda sjómanna og starfsmanna Haf- rannsóknastofnunar um þetta mál. Aðeins virðast þekkt fá tilfelli af slík- um fjölda vanskapninga á einum og sama staðnum. Þórður Viðarsson líf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur tjáð undirrituðum að í júlí- mánuði árið 1977 hafi hann verið há- seti á trollbáti er var á veiðum vestan við Eldey er „ódráttur" af þessu tagi fékkst í töluverðum mæli. Eitt sinn er híft hafði verið, og dágóðu hali af fiski var hleypt niður á dekkið, tóku skips- menn eftir því að stór hluti (50—60%) af þorskinum voru vanskapningar, bæði þorskkóngar, dvergvaxnir krypp- lingar og allt þar á milli. Aðrir bátar á slóðinni urðu og þessa ódráttar varir, en hann fékkst á mjög takmörkuðu svæði þannig að þessa varð aðeins vart í þessu eina togi hjá nefndum bát. Að sögn Þórðar var þetta smár þorskur, um 50 cm, sem gæti hafa verið á 3. og 4. aldursári. Hér er um mjög sérstætt fyrirbrigði að ræða. Nær útilokað er annað en fiskurinn sé í heiminn kom- inn á þessum slóðum, þótt megnið af þorskklaki berist langt út af hrygning- arslóðunum við SV-land eins og áður var komið inn á. Sem fyrr verður ekki í það ráðið hvað valdið hefur þessum vanskapnaði, en hann hlýtur að hafa komið upp í töluvert miklum mæli fyrst fiskurinn hélt svo tölunni fram á 3. og 4. aldursár. Þá sýnir þetta ef til vill hversu mjög ókynþroska fiskur er 49 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.